Class: 
color2

Útskriftartónleikar: Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir sópran

Laugardaginn 18.mars klukkan tvö verða haldnir útskriftartónleikar Snæbjargar Guðmundu Gunnarsdóttur, sópran. Hún er að útskrifast með diplóma í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar eru Þóra Einarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Sigmundsson. Snæbjörg heldur í masternám í Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart, Þýskalandi Hjá prof. Sylvíu Konza í byrjun apríl á þessu ári. Dagskráin á tónleikunum er samblanda af nútíma tónlist, óperu aríum, ljóðasöng og kammertónlist.

GESTAGANGUR: Participatory Design in Participatory Music

Miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 12:15 halda þau Alice Eldridge og Chris Kiefer fyrirlestur í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Alice Eldridge er rannsakandi í stafrænni tækni og stafrænum gjörningalistum og er sellóleikari. Bakgrunnur hennar í tónlist, sálfræði (BSc), þróunar- og gagnvirkum kerfum (MSc), tölvunarfræði og gervigreind (PhD) veitir henni innblástur til grunnrannsókna innan vistfræði, tækni og tónlistar sem hún nálgast um miðilinn hljóð.