Class: 
color2

Barokk í Breiðholtinu „Í gegnum rimlana” Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8.mars kl.20

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8.mars kl.20 mun Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk minna á verk kvenna fyrr á tíð og flytja tónleikhúsdagsskrá í sal Tónskóla Sigursveins Hraunbergi 2. 

Þar kallast á fornir tónar kventónskálda sem lifðu og störfuðu í klaustrum og nýjar raf-tónmyndir Kristínar Lárusdóttur.

Verkefnið er hluti af mastersverkefni Diljár Sigursveinsdóttur úr NAIP-deild LHÍ (New Audience Innovative Practice).

Píanótónleikar og fyrirlestur í Sölvhóli þriðjudaginn 8. mars kl. 12:15-13:00. Prófessor Jens Harald Bratlie.

Jens Harald Bratlie er einn af fremstu píanóleikurum Norðmanna. Hann hefur leikið með hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku auk þess að koma fram sem einleikari og á kammertónleikum en hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna fyrir leik sinn. Bratlie er mikilsvirtur kennari og er hann prófessor við  Tónlistarháskólann í Osló þar sem hann hefur kennt frá árinu 1973 auk þess sem hann var rektor skólans á árunum 1999-2002. Hann heldur masterklassa víða um heim og er það mikill fengur fyrir Listaháskólann að fá hann í heimsókn.

Tónleikamasterklass

Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

Atli Örvarsson, kvikmyndatónskáld, heldur fyrirlestur hjá tónsmíðanemum föstudaginn 26. febrúar kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn verður í stofu 533, Sólvhólsgötu 13, 3. hæð.

Atli hefur starfað sem kvikmyndatónskáld í Hollywood í um það bil 20 ár og  samið tónlist við fjölda mynda og sjónvarpsþátta. Á síðasta ári samdi hann að auki tónlist við hina rómuðu íslensku kvikmynd Hrúta sem hefur rakað inn verðlaunum á kvikmyndahátíðum víð um heim m.a. má nefna að Atli fékk  Hörpuna, norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin, fyrir tónlist sína í Hrútum. http://www.atliorvarsson.com

Píanómasterklass með Halldóri Haraldssyni. Miðvikudaginn 24.febrúar kl. 17

Halldór Haraldsson á að baki langan feril sem píanóleikari, kennari og skólastjóri. Hann brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1960 og frá Royal Academy of Music í London 1965. Hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík 1965 og hefur síðan haldið fjölmarga einleikstónleika hérlendis og erlendis. Þá hefur hann haldið fjölda tónleika með öðrum tónlistarmönnum í kammertónlist.

Masterklass í tónsmíðum: Tónskáldið, Þuríður Jónsdóttir

Þuríður Jónsdóttir, tónskáld, nam þverflautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Konservatoríið í Bologna á Ítalíu þar sem hún lauk diplómagráðu í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Franco Donatoni hjá Accademia Chigiana í Siena á Ítalíu og hjá Alessandro Solbiati hjá Accademia di Novara á Ítalíu.

Masterklass í orgelleik

Masterklass í orgelleik.

Norski orgelleikarinn Inger-Lise Ulsrud kennir orgelnemendum Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar dagana 11. og 12. febrúar frá kl. 13-17 í Hallgrímskirkju.

Námskeið Inger-Lise verður tvíþætt, annars vegar orgelbókmenntir og hins vegar litúrgískt orgelspil og spuni. Námskeiðin eru opin nemendum LHÍ og félögum í FÍO.

Sunnudaginn 14. febrúar kemur Inger-Lise svo fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Agnus Dei og eru helgaðir föstutónlist.