Class: 
color2

Adapter með vinnustofu í Sölvhóli

Þýsk-íslenski hljóðfærahópurinn Adapter verður með vinnustofu fyrir tónskáld og hljóðfæraleikara í Sölvhóli, mánudaginn 26. september kl. 13-15. Í vinnustofunni mun hópurinn leggja áherslu á að kynna hvernig hann nálgast flutning samtímatónlistar og samstarf við tónskáld frá mismunandi sjónarhornum auk þess sem lögð verður áhersla á að kynna hljóðfæraskipan hópsins og þá möguleika sem hún býr yfir. Tónlistardeild LHÍ og Adapter hyggja á reglulegt samstarf sem mun m.a.

Föstudagsfyrirlestrar tónlistardeildar: Aisha Orazbayeva

Í föstudagsfyrirlestri tónlistardeildar LHÍ 23. september mun fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva fjalla um og flytja verk sem hafa skipt sköpum í þróun fiðluleiks á síðustu áratugum. Verkin sem um ræðir eru Toccatina eftir Lachenmann, 6 Caprices eftir Sciarrino og Study for String Instrument no.1 eftir Simon Steen-Andersen.
 
Aisha Orazbayeva kemur svo fram á tónleikum í Mengi kl. 21:00 samdægurs.
 

RíT: vinnustofa með Aisha Orazbayeva

RíT (rannsóknarstofa í tónlist) -vinnustofa með Aisha Orazbayeva

Rannsóknarstofa í tónlist (RíT) efnir til vinnustofu í skrifum og flutningi nútímatónlistar fyrir strengi. Lögð verður áhersla á nýstárlega tækninálgun og er vinnustofan ætluð tónskáldum sem og flytjendum en er öllum opin. Kannaðir verða þeir ótal möguleikar sem fiðlan og önnur strengjahljóðfæri hafa fram á að færa og hvernig hægt er að nálgast þá í gegnum tónsmíðar, nótnaritun og flutning. Skoðað verður einnig hvernig beita megi nútímatækni á eldri tónlist.