RíT: Lemur kemur í heimsókn

Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld, mun flytja fyrirlestur í málstofu tónsmíðanema föstudaginn 31. mars kl. 13-14:40.
Elín mun fjalla um verk sem skrifuð eru á seinustu fimm árum. Í mörgum þeirra kemur þverflautan mjög við sögu og því verður flautuleikarinn Pamela De Sensi með í för og mun hún leika tvö verkanna sem fjallað verður um.
Verið velkomin á sameiginlega píanótónleika Tónlistardeildar LHÍ og Tónlistarskóla í Reykjavíkur.
Flutt verða verk eftir Jean-Philippe Rameau, laugardaginn 1. apríl kl. 17.
Flutt verða verk eftir Claude Debussy, þriðjudaginn 4. apríl kl. 20.
Margrét Júlíana Sigurðardóttir á að baki fjölbreyttan tónlistarferil. Hún lauk framhaldsprófi í klassískum söng 2004 frá Royal Academy of Music í London en áður lauk hún 8. stigi í söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur og 7. stigi í píanóleik hjá Peter Maté frá Tónlistarskólanum í Reykjavík auk þess að læra tónsmíðar hjá Úlfi Inga Haraldssyni við tónfræðadeild skólans. Margrét stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Rosamosa árið 2015 ásamt tölvuverkfræðingnum Hilmari Þór Birgissyni, sem framleiðir fræðandi tónlistarleiki fyrir börn undir heitinu Mussila.
Sunnudaginn 26.mars kl.14.00 verða haldnir strengjasveitartónleikar í Neskirkju. Þar leiða saman hesta sína nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands og úr Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Tónleikarnir verða helgaðir minningu Björns Ólafssonar fiðlukeikara, en öld var liðin frá fæðingu hans þann 26.febrúar sl.