Class: 
color2

Listaháskólinn í Hallgrímskirkju-Jón Nordal níræður

Aðrir tónleikar ársins í samstarfi Listvinafélags Hallgrímskirkju og Listaháskólans eru hátíðartónleikar í tilefni af níræðisafmæli Jóns Nordal síðastliðinn mars. Nemendur LHÍ munu flytja fjölbreytt úrval verka Jóns. 

Andað á sofinn streng  
Steinar Logi Helgason, píanó 
Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla 
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló 

Ristur 
Stefán Ólafur Ólafsson, klarinett 
Aladár Rácz, píanó 

Toccata fyrir orgel  
Steinar Logi Helgason 

Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu

SÖNG- OG HLJÓÐFÆRAKENNARANÁM Á MEISTARASTIGI,

NÝ NÁMSBRAUT VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS.

Lesa meira

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir - útskriftartónleikar

 
Tónleikar í Salnum í Kópavogi 18. maí kl. 20:00.
Lillý Rebekka hóf píanónám 6 ára gömul í Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu en fljótt bættist þverflautan við og varð að lokum aðalhljóðfæri. Kennarar hennar hafar verið Skarphéðinn H. Einarsson, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Birna Bragadóttir og Petrea Óskarsdóttir og lauk Lillý árið 2012 framhaldsprófi á þverflautu frá Tónlistarskólanum á Akureyri undir leiðsöng Petreu.
Hljóðfærakennarabraut

Dodda Maggý - Coil

20. apríl kl. 20:00
Mengi

Dodda Maggý er vídeó- og hljóðlistamaður. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynræna reynslu og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verk hennar taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða þögulla vídeóverka þá má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og ímyndunaraflsins.