Class: 
color2

Modular Music- Pétur Ben fjallar um tónlist sína

Föstudagsfyrirlestur í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13, föstudaginn 1. apríl kl. 12:45-13:45.

Gestur hádegisfyrirlestraraðar tónlistardeildar Listaháskólans næstkomandi föstudag er hinn fjölhæfi tónlistarmaður Pétur Þór Benediktsson en hann hefur verið tilnefndur til og unnið fjölmörg verðlaun fyrir tónlist sína.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Hilary Finch tónlistargagnrýnandi

Hilary Finch hefur starfað sem tónlistargagnrýnandi og greinahöfundur við dagblaðið The Times (London) í 35 ár. 
Auk þess að fjalla um tónlistarviðburði, nánast daglega, hefur hún ferðast víða um heim m.a. til Íslands og Finnlands, en Hilary hefur sérhæft sig í skrifum um bæði löndin. 
Hilary Finch fæddist í norðurhluta London og nam ensku og tónlist við háskólann í Exeter og Cambridge. Doktorsverkefni hennar fjallaði um enska ljóðlist á 17. öld.  

Rannsóknir í tónlist

Á miðvikudaginn heldur tónlistardeild LHÍ kynningu á rannsóknarstarfsemi deildarinnar. Þar verður kynnt nýtt tímarit deildarinnar, Þræðir, en fyrsta tölublað ritsins kom út í febrúar en þar má finna tólf fjölbreyttar greinar um tónlist (https://thraedir.wordpress.com/tolublad-1/) og munu höfundar kynna nokkrar þeirra.  Þá mun rannsóknarstefna deildarinnar vera kynnt og sagt verður frá Rannsóknarstofu í tónlist og tveimur viðburðum sem verða á hennar vegum í næsta mánuði.