Class: 
color2

Útskriftartónleikar: Þorsteinn G. Friðriksson

Síðustu misseri hef ég verið heltekinn af endurómum og vissi strax þegar ég byrjaði á útskriftarverkinu mínu að það myndi vera haldið í kirkju til að geta fengið fallegann og langlifandi hljómburð. Kórinn sem hljóðfæri heillar mig einnig mjög mikið því að hann getur framkallað svo falleg hljóð en mannsröddin er líka elsta og nátengdasta hljóðfæri manneskjunnar.

Friðrik Margrétar-Guðmundsson sýndi mér ljóð Valgerðar Þóroddsdóttur og ég vissi strax þegar ég las bókina 'Það sem áður var skógur' að ég myndi byggja verkið mitt á þeim textum

Útskriftartónleikar: Gylfi Guðjohnssen

Allfá eru þau verkin sem samin eru fyrir gítar, tvær fiðlur, víólu og selló, hljóðfærasamsetning sem nefnist einnig „gítarkvintett“; tónlistarsagan ber vott um níu gítarkvintetta eftir Luigi Boccherini og aðeins einn eftir Mauro Giuliani, þó einhverja aðra væri hægt að nefna.
Það ætti alls ekki að túlka sjaldgæfni formsins sem vitnisburð fyrir ófegurð þess, þvert á móti hefur það upp á marga sérstaka liti að bjóða. Í útskriftarverkinu verður kafað inn í tímavídd tónlistarinnar og kannað hugtakið um púls frá mismunandi sjónarhornum.

Útskriftartónleikar: Kjartan Holm

Læri þitt lekur er verk fyrir 6 strengi og slagverk. Í verkinu er farið með hlustandann í gegnum nokkur augnablik - sem vara þó mis lengi - þar sem öll hljóðfæri gegna jafn mikilvægu hlutverki og vinna sem heild að koma hlustandanum frá A til B með ómstríðum og massakenndum heildarhljómi. Verkið snýst um að vera hluti af ástandi og leyfa ástandinu að fara með sig á nýjar slóðir. Mælst er með að hlustendur komi sér vel fyrir í sætunum sínum og leyfi ferðalaginu að taka af stað. Hljómsveitin er undir stýri og ekkert til fyrirstöðu annað en að sitja bara og njóta ferðarinnar.

Útskriftartónleikar: Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir

Í útskriftarverkefninu mun Jóhanna samtvinna helstu áhugasvið innan tónlistarinnar; kórsöng, tónsmíðar og útsetningar. Umfjöllunarefni verkefnisins er kórtónlist og kórahefð þar sem Jóhanna mun gefa innsýn inn í upplifanir kórsöngvara af kórastarfi og kórtónlist á Íslandi.
Flutt verða þrjú kórlög eftir hana, þar af ein útsetning á sönglagi Emils Thoroddsen, Komdu, komdu kiðlingur.

Verkin verða flutt af sönghópnum Hljómeyki. Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir.

Útskriftartónleikar: Silja Garðarsdóttir

Tónlist fyrir alla: Útskriftartónleikar Silju verða 4.maí klukkan 20:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13. Tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2017.

Silja Garðarsdóttir byrjaði ung í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þar lærði hún klassískan söng hjá Þuríði Baldursdóttur og á píanó hjá Elínu Jakobsdóttur.
Hún kláraði miðpróf í söng frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar en þegar leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri fór hún í áframhaldandi söngnám hjá Michael Jón Clarke við Tónlistarskólann á Akureyri.

Útskriftartónleikar: Arna Margrét Jónsdóttir

Í dag breyttist borgin: Útskriftarhátíð LHÍ

Tónverkið „Í dag breyttist borgin“ er sprottið úr hugrenningu um heimsmynd. Það er samansett úr nokkrum kórverkum sem bundin eru saman í eina heild með strengjakvartett. Texti við verkið er saminn af Örnu Margréti.

Flytjendur:
Kórinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur
Aldís Bergsveinsdóttir – fiðla
Steina Kristín Ingólfsdóttir – víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir – selló
Ingvi Rafn Björgvinsson – kontrabassi

Útskriftartónleikar: Sunna Karen Einarsdóttir

Lokaverkefni Sunnu Karenar er tónlistarvinnusmiðja með barnakór. Afrakstur vinnunar verður fluttur og kynntur í Sölvhóli fimmtudaginn 4. maí kl. 18.

Flytjendur:
Reykjavíkurútibú Sunnukórsins

Verkefnið leit að því að skoða hvernig hægt sé að nýta vinnusmiðjur og aðrar aðferðir til að virkja sköpunarkraft barna í kórastarfi. Verkefnið var unnið í samstarfi við Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Skólakór Tónlistarskólans á Ísafirði.

Útskriftartónleikar: Hildigunnur Einarsdóttir

Kórsöngur hefur verið rauði þráðurinn í lífi mínu og við þennan rauða þráð hafa spunnist aðrir þræðir tónlistarinnar sem í dag er vefur tónlistarlegrar tilvistar minnar. Í þessu ljósi legg ég grundvöll að lokaverkefni mínu. Ég kaus að vinna með ungum og upprennandi söngkonum að nýjum útsetningum fyrir raddir með sköpunarkraft og tónheyrn að vopni. Ferlið hef ég þróað í gegnum vinnu mína með Kvennakórnum Kötlu og samstýru minni þar, Lilju Dögg Gunnarsdóttur.