Class: 
color2

Gleym-mér-ei // Streymistónleikar

𝐆𝐥𝐞𝐲𝐦-𝐦𝐞́𝐫-𝐞𝐢 𝐬𝐭𝐫𝐞𝐲𝐦𝐢𝐬𝐭𝐨́𝐧𝐥𝐞𝐢𝐤𝐚𝐫
𝟏𝟎.𝐟𝐞𝐛𝐫𝐮́𝐚𝐫 𝐤𝐥. 𝟏𝟐:𝟏𝟓
𝐰𝐰𝐰.𝐥𝐢𝐯𝐞.𝐥𝐡𝐢.𝐢𝐬

Söngnemendur tónlistardeildar LHÍ hafa staðið að hádegistónleikum á miðvikudögum síðustu misseri en tónleikaröðin stendur yfir í um 7 vikur í senn. Nú er komið að öðrum tónleikum Gleym-mér-ei þetta vormisserið en í ljósi aðstæðna verða þeir í beinu streymi á vef skólans live.lhi.is Streymi hefst kl. 12:15 og meðleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Ómkvörnin 2020 - streymi

Nú er haustönn senn að ljúka og líkt og síðastliðin ár
standa tónsmíðanemar LHÍ fyrir Ómkvarnarhátíðinni. 
Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónsmíðanema skólans
þar sem ný og töfrandi tónlist upprennandi tónskálda er frumflutt. 
Ómkvörnin fer fram með breyttu sniði að þessu sinni og verður
í beinu streymi frá streymisvef skólans. 
Hátíðin var einnig haldin í beinu streymi í vor og tókst einstaklega vel.
Steymið hefst klukkan 17:00 föstudaginn 18.desember.