Class: 
color2

Frá Fagstjóra

Kirkjutónlist:
“Tónlist er heilög! Tónlist er hin helga, voldugasta og fallegasta vara Drottins Guðs.”
(C.Debussy)
 
Starf kantora og organista hefur breyst mjög á undanförnum áratugum, það krefst fjölbreytta og djúpa kunnáttu á mörgum sviðum tónlistarinnar. Námið á kirkjutónlistarbraut LHÍ er framsækið og kröfuhart og veitir ungu tónlistarfólki kunnáttu og styrk til framtíðarnáms og starfs.

Peter Máté

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: John Speight & Peter Máté

Tónskáldið John Speight og Peter Máté, píanóleikari, prófessor og fagstjóri hljóðfærabrautar tónlistardeildar LHÍ eru gestir opinnar málstofu tónsmíðanema föstudaginn 29. nóvember.

 

Píanótónlist John Speight verður til umfjöllunar en undanfarið hefur Peter Máté haldið einleikstónleika víða um land þar sem hann hefur flutt öll píanóeinleiksverk John Speight. Hvenær: Föstudaginn 29. nóvember 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík

Öll hjartanlega velkomin.

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: Þóra Einarsdóttir

Föstudaginn 6. desember 2019 flytur Þóra Einarsdóttir, prófessor og fagstjóri söngs við LHÍ fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ.  Þóra hefur leitt söngnám við LHÍ frá árinu 2014, hennar helstu rannsóknaráherslur eru gæði í námi tónlistarflytjenda á háskólastigi, teymisvinna kennara, einkakennsla og handleiðsla.

Hvenær: Föstudaginn 6. desember 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, Stofu 304 í Skipholti 31

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: John Richardson

Föstudaginn 8. nóvember 2019 flytur John Richardson fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ. Erindið nefnist „On Research-Creation: Exploring the Possibilities and Challenges of Combining Artistic Work with Academic Reflection " eða „Um rannsóknarsköpun: Könnun á möguleikum og áskorunum sem felast í að flétta saman listrænni tjáningu og akademískri íhugun.“ 

Hvenær: Föstudaginn 8. nóvember 2019 frá 12:45 - 13:45 
Hvar: Fræðastofu 1, Stofu 304 í Skipholti 31

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Judy Lochhead

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Judy Lochhead fjallar um verkið Emilie Suite (2011) fyrir sópran og kammersveit eftir Kaija Saariaho í opinni málstofu tónsmíðanema. 

Hvenær: Föstudaginn 11. október 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Fyrirlesturinn er á ensku. Öll hjartanlega velkomin.

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: Tore Størvold

Föstudaginn 4. október 2019 flytur tónlistarfræðingurinn Tore Størvold fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ.

Erindið nefnist „Nostalgia, Apocalypse, Utopia – Three Artistic Strategies for Confronting Environmental Crisis in Music" eða „Fortíðarþrá, heimsendir, sæluríki - þrjár listrænar leiðir til að horfast í augu við umhverfishamfarir í tónlist.“

Hvenær: Föstudaginn 4. október 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, stofu 304 í Skipholti 31.