Miðaldatónleikar í Norðurljósum Hörpu
Sunnudaginn 29. apríl klukkan 17 fara fram tónleikar í Norðurljósum Hörpu klukkan 17. Fram kemur sönghópurinn Voces Thules ásamt nemendum sem sótt hafa miðaldatónlistarnámskeið sem Voces Thules hefur haft umsjón með við tónlistardeild LHÍ. Að auki koma fram félagar úr Camerata-hópi Listaháskólans.
