Class: 
color2

Bjarki Hall: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftarverk Bjarka Hall af tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ verður flutt á tónleikum í Salnum í Kópavogi, miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20. Á sömu tónleikum verða einnig flutt útskriftarverkefni  Magna Freys Þórissonar . Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

„Útskriftarverkið mitt er afrakstur rannsókna á míkrótónum og nýrra möguleika sem bjóðast flytjendum og tónskáldum á nýrri tækniöld. Í verkinu er skeytt saman auðstillanlegum hljóðfærum (blásturs- og strengjahljóðfærum) og torstillanlegum hljóðfærum (píanóum).

Vortónleikar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju

Undurfalleg trúartónlist hljómar á vortónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14.   Tónlistin spannar margar aldir, allt frá endurreisn til okkar tíma en á  efnisskrá er kórtónlist, hljóðfæra- og einsöngstónlist eftir Tómas Tallis, William Byrd, John Bennett, Thomas Luis de Victoria, Dietrich Buxtehude, J. S. Bach, W. A. Mozart, Franz Schubert, Théodore Dubois, Anton Bruckner og nemendur tónsmíðadeildar LHÍ. 

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. 

Parce Domine

Kór Listaháskóla Íslands og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð halda sameiginlega tónleika í Hjallakirkju sunnudaginn 7. apríl kl.20:00.

Frumflutt verða kórverk og raddsetningar eftir tónsmíðanemendur Listaháskólans auk þess sem nemendur í kórstjórnaráfanga skólans stjórna mótettum og madrígölum endurreisnartímans.

Umsjónarmaður tónleikana er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Efnisskrá:
 

Tónleikafyrirlestur: Franz Liszt, Amy Beach & Edward MacDowell

Bandaríski píanóleikarinn og fyrirlesarinn Virginia Eskin fjallar í tali og tónum um tónskáldin og píanóvirtúósana Franz Liszt (1811- 1886), Amy Beach (1867 - 1944) og Edward MacDowell (1860 - 1908) í föstudagsfyrirlestri tónlistardeildar, föstudaginn 22. mars kl. 12:45 - 13:45. 

Tónleikafyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, verður haldinn í stofu S304, Fræðastofu 1, Skipholti 31.

Öll hjartanlega velkomin.

Skerpla + Davíð Þór

ATHUGIÐ. VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÝJA DAGSETNINGU BERAST Á NÆSTU DÖGUM.

PLEASE NOTE THAT DUE TO ILLNESS THE EVENT HAS POSTPONED UNTIL LATER. INFO ON A NEW DATE COMING SOON.

Nemendur Skerplu, tilraunatónlistarhóps LHÍ og tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson flytja afrakstur vinnustofu sem staðið hafa yfir síðastliðna viku undir handleiðslu Davíðs Þórs.
Tónleikarnir fara fram í Norræna húsinu, fimmtudagskvöldið 14. mars, klukkan 21.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.