Bára Gísladóttir í málstofu tónsmíðanema
Í fyrstu málstofu tónsmíðanema LHÍ haustið 2018 mun tónskáldið og kontrabassaleikarinn Bára Gísladóttir fjalla um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir.
Bára hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum sem tónskáld; verk hennar hafa verið flutt víða um heim af frábærum tónlistarhópum og í sumar var verk hennar „VAPE“ flutt á opnunartónleikum hinnar heimsþekktu sumartónlistarhátíðar í Darmstadt.
