Sónata: Ævintýraópera fyrir börn
Sunnudaginn 6. maí klukkan 16 verður sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði ævintýraóperan Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur en að sýningunni stendur sviðslistahópurinn Magga, Dísa og Sigga sem hefur á að skipa núverandi og fyrrverandi nemendum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.
Markmiðið er að tónlist, saga og tölvuheimur fléttist saman í heildstæða frásögn í uppfærslunni en sýningin tekur um 50 mínútur og börn sérstaklega velkomin.
Listrænir aðstandendur sýningarinnar:
