Class: 
color2

Tónlistardagur Halldórs Hansen

Tónlistardegi Halldórs Hansen verður fagnað í Salnum, Kópavogi, 24. maí kl. 17:00. 

Garðar Cortez, söngvari, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona, halda erindi um kynni sín af Halldóri.

Halldór var mörgum helstu tónlistarmönnum landsins, ekki síst söngvurum, mikill liðsauki og hugljómun vegna tónlistarþekkingar sinnar alla sína tíð. 

Baldvin Ingvar Tryggvason, sem verðlaunaður var árið 2014, leikur á klarínett. 

Tónleikar - KHIO OG LHi

Góðir gestir frá Osló

Kór leiklistarháskólans KHIO Í OSLÓ í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar og tónlistardeildar Listaháskóla Íslands halda sameiginlega kórtónleika í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 12. Maí kl. 15:30

Kórarnir flytja sameiginlega dagskrá sem er afrakstur tveggja daga kórvinnubúða ásamt annarri dagskrá sem hvor hópurinn flytur.  

Stjórnendur eru Björk Jónsdóttir og Jan Tariq Rui-Raman
Meðleikur: Kjartan Valdimarsson