Class: 
color2

Masterclassar með ítalska píanistanum Pina Napolitano

Ítalski píanistinn Pina Napolitano mun halda tvo masterclassa dagana 22. og 23.október. 
Napolitano er fædd og uppalin í Caserta á Ítalíu. Hún hóf nám í píanóleik aðeins 4 ára gömul hjá Guisi Ambrifi. 
Hún hefur hlotið mastersgráðu í píanóleik frá The Music Academy of Pescara með sérstaka áherslu á tónlist 20.aldarinnar og hefur nú kennt í virtum tónlistarháskólum á Ítalíu.

 

Masterclassarnir fara fram í húsnæði  tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 31 í  flyglasalnum á 3. hæð.

Vladimir Stoupel // Píanótónleikar

Píanóleikarinn Vladimir Stoupel hefur vakið athygli fyrir sína blæbrigða- og tilfinningaríku túlkun.
Hann hefur m.a. komið fram með Berlínarfílharmóníunni, hljómsveitinni í Konzerthaus Berlín, Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig, Bæversku útvarpshljóm-sveitinni og Útvarpshljómsveit Berlínar.

Tímaritið Washington Post hefur lofað hann fyrir tjáningaríka túlkun og Der Tagesspiegel Berlin hefur lýst flutningi hans sem „heillandi og stemningsríkum”.  
Tímaritið Frankfurter Allgemeine Zeitung lýsti einleikstónleikum hans sem „ógleymanlegum”. 

 

Efnisskrá: 

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: John Speight & Peter Máté

Tónskáldið John Speight og Peter Máté, píanóleikari, prófessor og fagstjóri hljóðfærabrautar tónlistardeildar LHÍ eru gestir opinnar málstofu tónsmíðanema föstudaginn 29. nóvember.

 

Píanótónlist John Speight verður til umfjöllunar en undanfarið hefur Peter Máté haldið einleikstónleika víða um land þar sem hann hefur flutt öll píanóeinleiksverk John Speight. Hvenær: Föstudaginn 29. nóvember 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík

Öll hjartanlega velkomin.

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: Þóra Einarsdóttir

Föstudaginn 6. desember 2019 flytur Þóra Einarsdóttir, prófessor og fagstjóri söngs við LHÍ fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ.  Þóra hefur leitt söngnám við LHÍ frá árinu 2014, hennar helstu rannsóknaráherslur eru gæði í námi tónlistarflytjenda á háskólastigi, teymisvinna kennara, einkakennsla og handleiðsla.

Hvenær: Föstudaginn 6. desember 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, Stofu 304 í Skipholti 31

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: John Richardson

Föstudaginn 8. nóvember 2019 flytur John Richardson fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ. Erindið nefnist „On Research-Creation: Exploring the Possibilities and Challenges of Combining Artistic Work with Academic Reflection " eða „Um rannsóknarsköpun: Könnun á möguleikum og áskorunum sem felast í að flétta saman listrænni tjáningu og akademískri íhugun.“ 

Hvenær: Föstudaginn 8. nóvember 2019 frá 12:45 - 13:45 
Hvar: Fræðastofu 1, Stofu 304 í Skipholti 31