Class: 
color2

Ómkvörnin vorið 2019

Ómkvörnin, uppskerutónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, verður haldin í Iðnó dagana 14. og 15. maí næstkomandi.

Um er að ræða spennandi tónleika þar sem flutt verða verk eftir nemendur í tónsmíðadeild og laga- og textasmíðum. 

Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudagur 14. maí kl. 20:00: Hljóðfæratónsmíðar

Miðvikudagur 15. maí kl. 17:30: Nýmiðlar

Miðvikudagur 15. maí kl. 20:00: Laga- og textasmíðar

Christian Öhberg: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Christian Öhberg, meistaranema í tónsmíðum við tónlistardeild LHÍ, fara fram í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 5. maí kl. 17.  Þar flytur CAPUT-hópurinn verk hans Babylon X fyrir sópran, flautu, óbó, klarinett, franskt horn, básúnu, ney, oud, darbouka, riqq, bongó-trommur, fiðlu, víólu, selló og bassa. Verkið byggir á texta eftir Gustav Fröding í íslenskri þýðingu Atla Ingólfssonar

Við sama tækifæri flytur CAPUT-hópurinn verk eftir Svetlönu Veschaginu sem hefur einnig lagt stund á mastersnám í tónsmíðum við tónlistardeild LHÍ. 

Bjarki Hall: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftarverk Bjarka Hall af tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ verður flutt á tónleikum í Salnum í Kópavogi, miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20. Á sömu tónleikum verða einnig flutt útskriftarverkefni  Magna Freys Þórissonar . Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

„Útskriftarverkið mitt er afrakstur rannsókna á míkrótónum og nýrra möguleika sem bjóðast flytjendum og tónskáldum á nýrri tækniöld. Í verkinu er skeytt saman auðstillanlegum hljóðfærum (blásturs- og strengjahljóðfærum) og torstillanlegum hljóðfærum (píanóum).