Class: 
color2

Skerpla + Davíð Þór

ATHUGIÐ. VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÝJA DAGSETNINGU BERAST Á NÆSTU DÖGUM.

PLEASE NOTE THAT DUE TO ILLNESS THE EVENT HAS POSTPONED UNTIL LATER. INFO ON A NEW DATE COMING SOON.

Nemendur Skerplu, tilraunatónlistarhóps LHÍ og tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson flytja afrakstur vinnustofu sem staðið hafa yfir síðastliðna viku undir handleiðslu Davíðs Þórs.
Tónleikarnir fara fram í Norræna húsinu, fimmtudagskvöldið 14. mars, klukkan 21.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Gleym-mér-ei: Góða veislu gjöra skal

Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á nýjan leik. Allir tónleikar fara fram á miðvikudögum kl. 12:15 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema.

Á tónleikum 13. mars verður haldið á krár og knæpur, grímudansleiki og alls kyns góðar veislur sem koma við sögu í óperubókmenntunum.

Efnisskrá:

Gleym-mér-ei: Hetjusópranar og lýrískir bassar

Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á ný.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema. 

Miðvikudaginn 6. mars fær kynuslinn að ráða ríkjum, hetjusópranar og lýrískir bassar ljá kunnum aríum og stefjum nýjan blæ en nánari efnisskrá verður auglýst síðar. 

Efnisskrá:

Gleym-mér-ei: Náttúrutónlist á Kjarvalsstöðum

Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á ný. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 á miðvikudögum. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema. 

Miðvikudaginn 6. febrúar verður tónlist með alls kyns náttúruívafi meginuppstaða tónleikanna. Á meðal tónskálda sem koma við sögu eru bandaríska tónskáldið George Crumb, Robert Schumann, Franz Schubert og Johannes Brahms.

Ingibjörg Friðriksdóttir í málstofu tónsmíðanema

Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld og söngkona fjallar um tónlist sína í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 8. febrúar frá 12:45 - 14:30. 
Fyrirlesturinn fer fram í stofu S304, Skipholti 31 (3. hæð).
Öll hjartanlega velkomin.

Ingibjörg lauk BA prófi í tónsmíðum frá LHÍ árið 2013 og stundaði síðar framhaldsnám í raftónsmíðum og upptökutækni við Mills College í Kaliforníu en þaðan lauk hún mastersgráðu (MFA) árið 2017. Hún er einnig með diplómu í söng frá Söngskólanum í Reykjavík.