Class: 
color2

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Judy Lochhead

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Judy Lochhead fjallar um verkið Emilie Suite (2011) fyrir sópran og kammersveit eftir Kaija Saariaho í opinni málstofu tónsmíðanema. 

Hvenær: Föstudaginn 11. október 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Fyrirlesturinn er á ensku. Öll hjartanlega velkomin.

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: Tore Størvold

Föstudaginn 4. október 2019 flytur tónlistarfræðingurinn Tore Størvold fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ.

Erindið nefnist „Nostalgia, Apocalypse, Utopia – Three Artistic Strategies for Confronting Environmental Crisis in Music" eða „Fortíðarþrá, heimsendir, sæluríki - þrjár listrænar leiðir til að horfast í augu við umhverfishamfarir í tónlist.“

Hvenær: Föstudaginn 4. október 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, stofu 304 í Skipholti 31.

 

Opnar málstofur tónsmíðanema 2019 - 2020: Haukur Tómasson

Opnar málstofur tónsmíðanema hefja göngu sína á ný föstudaginn 20. september 2019. Haukur Tómasson er fyrsti gestur haustsins og fjallar um tónsmíðar sínar og tónsmíðaaðferðir. 

Hvenær: Föstudaginn 20. september 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Öll hjartanlega velkomin.

Um Hauk Tómasson:

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar: Music and the Brain

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar haustið 2019 hefst með erindi Dr. Helgu Rutar Guðmundsdótturr prófessors sem fjallar um helstu strauma í heilarannsóknum og tónlist í erindi sem nefnist Tónlist og heilinn. 

Hvenær: Föstudaginn 6. september 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, stofu 304 í Skipholti 31

Öll hjartanlega velkomin.

Útskriftarhátíð LHÍ: Gísli Magna

Hvers vegna sækir fólk í það að syngja í kór?
Hvað gerir söngurinn fyrir mann?
Hvernig bætir kórsöngur líf manns?

Þessum spurningum og fleiri er velt fram í litlu ferðalagi í gegnum kórheim nokkurra kvenna úr Léttsveit Reykjavíkur. 

Viðburður þessi er lokahnykkurinn í alþjóðlegu mastersnámi Gísla Magna við Listaháskóla Íslands í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ.

Viðburðurinn fer fram þriðjudagskvöldið 6. ágúst í Háteigskirkju kl. 19. 

Öll hjartanlega velkomin.