ÓMKVÖRNIN - HAUST 2019

Þann 6. desember mun hinn heimsþekkti tenórsöngvari Stuart Skelton leiðbeina nemendum söngbrautar í opnum tíma. Með söngvurunum leikur Matthildur Anna Gísladóttir.
Tíminn fer fram í Flyglasal, Skipholti 31 frá kl 14-17.
Áhugasamir eru velkomnir að mæta og fylgjast með.
Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands efnir til málstofu um samband tónlistar og tungumáls. Samband texta og tónlistar á sér langa sögu og hafa þessi fyrirbæri ávallt eflt og mótað hvort annað í gegnum aldirnar. En hvar liggur tónlist textans, er hegðun ljóðsins eða tungumálsins ávallt tónlistarlegs eðlis, hvernig mótast merking raddarinnar í gegnum hryn og hendingar? Velt verður upp spurningum af þessu tagi í fjórum stuttum erindum sem varpa ljósi úr ólíkum áttum á samband bragarins og raddarinnar.
Allir áhugasamir velkomnir.