Class: 
color2

Útskriftarhátíð LHÍ: Gísli Magna

Hvers vegna sækir fólk í það að syngja í kór?
Hvað gerir söngurinn fyrir mann?
Hvernig bætir kórsöngur líf manns?

Þessum spurningum og fleiri er velt fram í litlu ferðalagi í gegnum kórheim nokkurra kvenna úr Léttsveit Reykjavíkur. 

Viðburður þessi er lokahnykkurinn í alþjóðlegu mastersnámi Gísla Magna við Listaháskóla Íslands í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ.

Viðburðurinn fer fram þriðjudagskvöldið 6. ágúst í Háteigskirkju kl. 19. 

Öll hjartanlega velkomin.

Ómkvörnin vorið 2019

Ómkvörnin, uppskerutónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, verður haldin í Iðnó dagana 14. og 15. maí næstkomandi.

Um er að ræða spennandi tónleika þar sem flutt verða verk eftir nemendur í tónsmíðadeild og laga- og textasmíðum. 

Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudagur 14. maí kl. 20:00: Hljóðfæratónsmíðar

Miðvikudagur 15. maí kl. 17:30: Nýmiðlar

Miðvikudagur 15. maí kl. 20:00: Laga- og textasmíðar

Christian Öhberg: Útskriftarhátíð LHÍ

Útskriftartónleikar Christian Öhberg, meistaranema í tónsmíðum við tónlistardeild LHÍ, fara fram í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 5. maí kl. 17.  Þar flytur CAPUT-hópurinn verk hans Babylon X fyrir sópran, flautu, óbó, klarinett, franskt horn, básúnu, ney, oud, darbouka, riqq, bongó-trommur, fiðlu, víólu, selló og bassa. Verkið byggir á texta eftir Gustav Fröding í íslenskri þýðingu Atla Ingólfssonar

Við sama tækifæri flytur CAPUT-hópurinn verk eftir Svetlönu Veschaginu sem hefur einnig lagt stund á mastersnám í tónsmíðum við tónlistardeild LHÍ.