Class: 
color2

Útskriftartónleikar LHÍ // Róbert A. Jack

Útskriftartónleikar LHÍ í Salnum í Kópavogi 5.október kl.19:30
Róbert A.Jack, B.Mus í hljóðfæraleik

Píanóleikarinn Róbert A. Jack útskrifast með B.Mus gráðu í hljóðfæraleik í janúar 2022. Hann flytur fjölbreytta dagskrá í Salnum í Kópavogi þann 5.október 2021 kl.19:30.
Flytjendur: Róbert A. Jack, píanó, Sigrún López Jack, mezzó-sópran og Peter Máté, píanó

Efnisskrá //

J.S. Bach (1685-1750)
Prelúdía í h-moll BWV 893
 

Furðuveröld Lísu: Frumflutningur óperunnar eftir tónskáldið John A. Speight

Furðuveröld Lísu 
Frumflutningur óperunnar eftir tónskáldið John A. Speight og rithöfundinn Böðvar Guðmundsson.
Breiðholtskirkju dagana 25. og 26.maí kl.20:00

Dagana 25. og 26.maí munu nemendur Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands frumflytja óperuna Furðuveröld Lísu: Ævintýraópera eftir John A. Speight, tónskáld og Böðvar Guðmundsson, rithöfund. Óperan verður flutt í tónleikauppfærslu í Breiðholtskirkju og hefjast tónleikarnir kl.19:30.

Ómkvörnin 2021

Ómkvörnin 2021
17.maí - Kaldalóni, Hörpu kl.20:00
21.maí - Sundlaugin í Álafosskvos kl.20:00

Ómkvörnin, uppskeruhátíð tónsmíðanema Listaháskóla Íslands, fer fram dagana 17. og 21.maí. 
Á hátíðinni eru verk eftir upprennandi tónskáldin frumflutt en þau eru eins fjölbreytt og þau eru mörg, allt frá klassískum hljóðfæratónsmíðum yfir í nýstárlega raftónlist. 
Dagskrá Ómkvarnarinnar og skráning á viðburðina má finna hér að neðan. 

Ungir Einleikarar 2021 í Eldborg

Ungir einleikarar 2021
Eldborgarsal Hörpu 20.maí kl.20:00

Fimmtudaginn 20.maí munu einleikararnir fjórir sem báru sigur úr býtum í keppninni Ungir Einleikarar 2021 flytja einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 
Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu kl.20:00. Einleikararnir að þessu sinni eru þau Íris Björk Gunnarsdóttir söngkona, Johanna Brynja Ruminy fiðluleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Marta Kristín Friðriksdóttir söngkona.