Class: 
color2

Rappresentazione di Anima, et di Corpo - Camerata og Kór LHÍ

Tónlistardeild Listaháskólans ræðst í flutning á tímamótaverki Emilios Cavalieris, Rappresentazione di Anima e Corpo. Verkið var frumflutt í Róm árið 1600 og prentað og gefið út það sama ár. Verkið telst vera fyrsta óratórían þar sem kór, einsöngvarar og hljómsveit sameinast í dramatísku tónleikhúsverki. Fyrsta óperan, Euridice eftir Jacopo Peri, leit dagsins ljós strax sama ár.  Cavalieri stjórnaði þeirri sýningu á vegum Medici fjölskyldunnar. L'Orfeo eftir Monteverdi var svo samin sjö árum seinna.
 

Föstudagsfyrirlestur í tónlistardeild - Elín Anna Ísaksdóttir

Tónlistarnám á Íslandi: hvar erum við stödd, hvert viljum við stefna? 

Föstudaginn 12. Nóvember fer fram föstudagsfyrirlestur í tónlistardeild LHÍ. Fyrirlesari að þessu sinni verður Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri klassískrar hljóðfærakennslu.
Í erindinu horfir Elín til tónlistarskólakerfisins á Íslandi og tengslum þess við tónlistarnám á háskólastiginu. Hún velti því fyrir sér hvernig við sjáum nám á þessum skólastigum þróast, hvernig umræðan er í nálægum löndum og hverjar áskoranirnar eru, hvar tækifærin liggja. 
 

Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 15. nóvember kl 18. Hóparnir eru þrír og njóta handleiðslu  kennaranna Andrésar Þórs Gunnlaugssonar, Hilmars Jenssonar og Þorgríms Jónssonar. Hver hópur leikur í 30-40 mínútur og má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreytt.

Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Laugardaginn 13. Nóvember kl. 16 heldur Sindri Freyr Steinsson útskriftartónleika frá rytmískri kennarabraut Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum mun hann leika nýjar tónsmíðar úr eigin smiðju ásamt hljómsveit.
 
Hljómsveitina skipa:
Haraldur Ægir Guðmundsson: Kontrabassi
Hekla Magnúsdóttir: Þeremín
Kristófer Hlífar Gíslason: Slagverk
Magnús Skúlason: Trommur

Skerpla á Sequences hátíðinni

Skerpla kemur fram á hátíðinni Sequences X
Í Nýlistasafninu Laugardaginn 16.október kl.16:00

Nemendur í Skerplu koma fram á Sequences hátíðinni laugardaginn 16.október í Nýlistasafninu. Þau flytja verk við skúlptúra Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur.
Hljóðverk nemenda kallast á við skúlptúra sem gegna hlutverki nótnaskriftar í þessu skemmtilega verki þar sem að hljóðheimar og heimur myndlistarinnar mætast.