Vortónleikar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju
Undurfalleg trúartónlist hljómar á vortónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14. Tónlistin spannar margar aldir, allt frá endurreisn til okkar tíma en á efnisskrá er kórtónlist, hljóðfæra- og einsöngstónlist eftir Tómas Tallis, William Byrd, John Bennett, Thomas Luis de Victoria, Dietrich Buxtehude, J. S. Bach, W. A. Mozart, Franz Schubert, Théodore Dubois, Anton Bruckner og nemendur tónsmíðadeildar LHÍ.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
