Algengar spurningar

Opnunartímar
  • Á hvaða tímum er hægt að vinna í skólanum?
    • Byggingar skólans eru opnar milli kl 8 og 17. Eftir að hurðum er læst er hægt að komast inn með annað hvort aðgangskorti eða aðgangskóða. Athugið að viðvörunarkerfi skólans virkjast sjálfkrafa á miðnætti.
  • Hverjir eru opnunartímar móttöku? 
    • Mótakan í Laugarnesi er opin milli 08:00 til 16.00 á föstudögum milli 8.00 og 13.00
    • Móttakan í Skipholti er opin milli 8.00 til 14.00 mánudaga til fimmtudaga, á föstudögum milli 8.00 og 13.00
    • Móttakan í Þverholti er opin 8.00 til 15.00 mánudaga til fimmtudaga, á föstudögum milli 8.00 og 13.00
  • Er hægt að vinna í byggingunni um helgar?
    • Byggingar skólans eru læstar um helgar en það er hægt að komast inn með aðgangskorti og aðgangskóða. Kóðann má finna á MySchool: MySchool, > Personal Info (neðarlega á vinstristiku) > Personal Info. > Access Code
Aðgangskort
  • Hvað get ég gert ef aðgangskortið mitt virkar ekki? 
    • Hafðu samband við þjónustufulltrúa þinnar deildar ef kortið þitt virkar ekki
  • Hvar finn ég aðgnagsnúmerið sem er tengt kortinu?
    • Hafðu samband við þjónustufulltrúa þinnar deildar 
Tækjakostur skólans
  • Hvernig get ég fengið tækjakost skólans lánaðan?
    • Hafðu samband við þjónustufulltrúa þinnar deildar sem útvegar eyðublað til að leggja inn formlega beiðni. Því miður er ekki hægt að fá öll tæki og ljósabúnað skólans lánaða en þjónustufulltrúi getur leiðbeint með hvað stendur til boða.
Almenningssamgöngur
  • Nemendur LHÍ fá nemenda afslátt hjá Strætó. Byrjaðu á að senda Ásdísi Þórisdóttur [asdisth [at] lhi.is], móttökuritara í Þverholti, skilaboð um að þú hafir áhuga á nemendakorti. Hún setur kennitöluna þína á lista hjá Strætó og þú getur í kjölfarið keypt nemendakort á þessari síðu: https://www.straeto.is/is/verslun
Kennslustofur
  • Get ég bókað kennslustofur eða önnur rými í skólanum? 
    • Þjónustufulltrar geta aðstoðað með bókanir á rýmum
Skjöl til staðfestingar 
  • Hver getur útvegað formleg skjöl, t.d. til staðfestingar á skólavist fyrir Menntasjóðinn, vottorð um skólagjöld eða undirskriftir fyrir styrkumsóknir?
    • Deildarfulltrúar hafa milligöngu um að útvega slík skjöl. 
Skólagjöld
  • Við hvern tala ég í tengslum við að greiða skólagjöld? 
    • Sigurlaug Sæmundsdóttir [silla [at] lhi.is] á fjármálaskrifstofunni getur aðstoðað með spurningar tengdum skólagjöldum
    • Ef þig vantar staðfestingu á greiddum skólagjöldum þá hefur deildarfulltrúi milligöngu um að útvega hana
Bókasafnið
  • Hvar eru bókasöfn LHÍ staðsett? Hvað eru þau mörg og hver er munurinn á þeim? Hef ég aðgang að þeim öllum?
    • Bókasafn og upplýsingaþjónusta LHÍ er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins. Staðsetningarnar eru tvær en í Þverholti eru gögn tengd hönnun- og arkitektúr, sviðslistum og tónlist. Í Laugarnesi er efni tengt myndlist, listkennslu og sviðslistum
    • Kynntu þér þjónustu bókasafnsins og staðsetningar hér: https://www.lhi.is/bokasafn-1
Frídagar
  •  Hvenær er skólinn lokaður?
    • Í stundartöflunni þinni getur þú séð frídaga og hvenær skólinn er lokaður. Þessa daga er byggingar skólans læstar en þú hefur aðgang með kortinu þínu eða aðgangskóðanum.
    • Á þessari síðu er dagatal skólaársins þar sem frídagar eru einnig merktir inn: https://www.lhi.is/skoladagatal
Ugla
  • Hver getur svarað spurningum í tengslum við Uglu?
    • Deildarfulltrúi getur aðstoðað með skráningu úr og í áfanga
    • Fyrir tæknilega aðstoð má hafa samband við verk [at] hjalp.lhi.is
Internetaðgangur
  • Hver getur gefið mér aðgang að interneti skólans?
    • Í upphafi skólaárs fá nýnemar tölvupóst um það hvernig þeir tengjast neti og prenturum skólans
    • Hér er einnig hægt að kynna sér tölvuþjónustu skólans og hvernig bóka má tíma: https://www.lhi.is/tolvu-og-vefthjonusta
Prentarinn
  • Við hvern tala ég ef ég á erfitt með að tengjast prentaranum? 
    • Ef þú átt erfitt með að tengjast prenturum skólans, byrjaðu þá á því að skoða þessar leiðbeiningar: https://www.lhi.is/prentleidbeiningar
    • Ef þig vantar að fylla á prentkvótann hafðu þá samband við þjónustufulltrúa
Öryggiskerfi
  •  Við hvern tala ég ef öryggiskerfið fer af stað og enginn er í byggingunni?
    • Hafðu í huga að öryggiskerfið fer sjálfkrafa á um miðnætti og eiga nemendur og starfsfólk að hafa yfirgefið bygginguna fyrir þann tíma.
Þrif á vinnurýmum
  • Hver sér um að halda vinnurýmum í góðu ástandi?
    • Nemendur bera ábyrgð á því að þrífa og viðhalda vinnurýmum sínum í góðu ástandi.
Verkstæðin
  • Hef ég aðgang að verkstæðunum? Hverjar eru reglurnar ef ég vil fá að vinna á verkstæðunum?
    • Listaháskólinn á og rekur verkstæði í öllum byggingum. Verkstæðin tilheyra mismunandi deildum og hafa nemendur aðgang að þeim verkstæðum sem tilheyra þeirra deild. Kynntu þér aðstöðuna og hvernig þú getur nýtt þér hana hér: https://www.lhi.is/verkstaedi
Námsráðgjöf og andleg heilsa
  • Hver er námsráðgjafi? Hvernig hef ég samband?
    • Námsráðgjöf hefur það að markmiði að efla vitund nemenda um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi. Kynntu þér þjónustu náms- og starfsráðgjafara LHÍ hér: https://www.lhi.is/namsradgjof
    • Bóka má tíma í gegnum namsradgj%C3%B6f [at] lhi.is (namsradgjö)
 
Viðbragsáætlanir og kvartanir
 
Viðvera
  • Hvernig eru reglur tengdar viðveru í tímum?
    • Mætingarskylda er 100%, ath tillit er tekið til veikinda og eiga nemendur að tilkynna veikindi til viðkomandi kennara námskeiða. 
Skipti- og starfsnám
Stúdentaráð 
  • Aðilar að stúdentaráðinu eru nemendafélög allra deilda og námsstiga.