Sýningin „Að afurð“ er afrakstur 2. árs nema í áfanganum Staðbundin framleiðsla við Vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Nemendur fengu innsýn inn í framleiðsluferli íslenskra fyrirtækja og í kjölfarið unnu verkefni huguð til framleiðslu á Íslandi. Verkefnin eru fjölbreytt og byggð á áhugasviði nemenda, ásamt því að sýna þau mörgu tækifæri sem felast í því að framleiða hérlendis.