Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Stórkostlegur flutningur fimm ungra einleikarar og Sinfóníunnar í Eldborg

  • 2.maí 2024

Sigurvegarar í keppni ungra einleikara skinu skært á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands síðastliðinn föstudag. Dagskráin var afar fjölbreytt og tónleikarnir hátíðlegir að vanda. Einleikararnir að þessu sinni voru þau Helga Diljá Jörundsdóttir, fiðluleikari, Hrafn Marinó Thorarensen, fagottleikari, María Qing Sigríðardóttir, sellóleikari, Ólína Ákadóttir, píanóleikari og Tómas Vigur Magnússon, fiðluleikari. Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni.

Leifur Wilberg Orrason fangaði nokkur töfrandi auglablik á tónleikunum en myndirnar má sjá hér að neðan.