Sláðu inn leitarorð
Bryndís H Snæbjörnsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir vinnur í myndlistinni í samstarfi við Mark Wilson. Þau staðsetja list sýna sem rannsóknar- og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða sögu, menningu og umhverfið. Listaverk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi og hafa þau flutt erindi á lykilráðstefnum er varða myndlist og ‘animal studies’ um allan heim. Eins og er, eru þau þátttakendur í ‘Polarlab’ sem er rannsóknarverkefni undir stjórn Anchorage Safnsins í Alaska. Þau eru einnig hluti af þverfaglegu teymi rannsókna á svokallaðri ‘plant blindness’ sem styrkt er af Sænska vísindaráðinu (Vetenskapsrådet). Rannsókn þeirra þar leiddi til ‘site-specific’ innsetningar í grasagarðinum í Gautaborg 2017. Þá hlutu þau þriggja ára rannsóknarstyrk frá Rannsóknasjóði Rannís fyrir verkefnið "Ísbirnir á villigötum" (2019-2021), sem unnið er í samstarfi innlendra og alþjóðlegra háskóla og listasafna. Sjá nánar um verkefnið hér: http://visitations.lhi.is/
Bryndís er prófessor og fagstjóri meistaranáms í myndlist við Listaháskólann. Í tengslum við rannsóknarverkefnið ’Beyond Plant Blindness’ er hún jafnframt gestaprófessor við Malmö Art Academy. Hún og Mark Wilson voru ‘Research Fellows’ hjá Centre for Art + Environment, Nevada Museum of Art from 2013-2015. Frá 2009-2014 var Bryndís prófessor í myndlist við Valand Academy og aðal leiðbeinandi doktorsnema þar í myndlist frá 2010-2015. Hún var lektor við Glasgow School of Art í Skotlandi frá 1996-2002 og veitti forstöðu nýju mastersnámi í myndlist við Valand School of Art 2002-2004. Árið 2009 útskrifaðist hún með doktorspróf frá Gautaborgarháskóla í rannsóknartengdri myndlist með verkefni sínu; Spaces of Encounters: Art and Revisions in Human – Animal Relations. Frá 2014-2016 hefur Bryndís verið gestaprófessor við LHÍ og gestakennari í listfræði við Háskóla Íslands.
Frekari upplýsingar um verk og vinnu Bryndísar og Marks má finna á: www.snaebjornsdottirwilson.com