Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Metaðsókn á tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun

  • 29.apríl 2024

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram í Hörpu föstudaginn 26 apríl. Þar sýndu fatahönnuðir framtíðarinnar útskriftarverk sín.

Aðsóknarmet var slegið í ár á tískusýningunni. Hátt í 600 gestir sóttu sýninguna í ár sem tókst vel til. Gestir og aðstendendur sýningarinnar voru í skýjunum með útkomu sýningarinnar.

Sex fatahönnuðir útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau: Andri Páll Halldórsson Dungal, Brynja Líf Haraldsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir, Jóhanna María Sæberg, Rubina Singh, Sigurey Bára Reynisdóttir. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun er einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.

Sýningarstjóri var Anna Clausen

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu BA nema í hönnun og myndlist í Hafnarhúsi sem opnar 11. maí næstkomandi.

Þá kíktu kvöldréttir Stöðvar 2 í heimsókn og hægt er að sjá myndskeiðið hér fyrir neðan.