Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Listaháskólinn í heimsókn til Sierra Leone

  • 10.apríl 2024

Árið 2019 hóf Listaháskóli Íslands samstarf við velgerðarsjóðinn Aurora Foundation í Freetown, Sierra Leone. Samstarf skólans og Aurora gengur út á námskeiðahald í skapandi greinum. Starfsfólk og nemendur hafa farið þrjár ferðir til Freetown til að setja upp hin ýmsu námskeið. Ferðirnar hafa verið á tveggja ára fresti í janúar 2020, 2022 og núna síðast í janúar.

Að þessu sinni voru það Katrín María Káradóttir, prófessor í fatahönnun og Massimo Santanicchia prófessor í arkitektúr ásamt Elvu Maríu Birgisdóttur leiklistarnema, Valdísi Mist Óðinsdóttir nema í vöruhönnun og Lakshmi Björt Þuríðardóttir Jacob nema í arkitektúr, sem að fóru fyrir hönd Listaháskólans.

Ein heimsókn föruneytisins var til Brama Town þar sem að virti höfðinginn Samuel og listamenn á svæðinu tóku á móti Massimo og Lakshmi. Þar var haldið þriggja daga vinnustofa í listinni að vefa körfur og gera úr þeim nýstárlegar vörur

Undir handleiðslu gestanna frá Íslandi fengu vefararnir frelsi til að gefa sköpunargáfu sinni lausan tauminn og skapa hönnun sem að sýndi einstaka hæfileika þeirra.

Má segja að þetta hafi verið eðal blanda íslenskrar hönnunar og handverks frá Sierra Leone sem að leiddi til nýstárlegrar og menningarríkrar hönnunar.

Katrín, Elva og Valdís héldu vinnustofu á Lumley lista- og handverksmarkaðnum (e. Lumley beach art and crafts market). Þar skiptust listamenn frá Sierra Leone ásamt íslenska föruneytinu á þekkingu og hugmyndum. Þar bauðst fólki samtal og samvinna um skapandi ferli, vöruþróun og framsetningu á vörum.

Þar lærði íslenska föruneytið vestur-afrískar aðferðir við að lita efni og ferlið að breyta því í handverk. Auk þess var þeim kennd þarlenda prjónatækni.

Eftir þessar fyrstu tvær vikurnar í Siera Leone kvöddu Katrín og Massimo en nemendurnir voru áfram út mánuðinn og unnu ýmis verkefni, meðal annars voru þær með þriggja daga vinnusmiðju á keramisverkstæði Lettie Stewart Pottery Centre, Elva var með leiklistarnámskeið í tengslum við House of Salone sem eru samtök skapandi fólks í Freetown, Valdís hannaði armband til vinnslu á Lumley beach market svo eitthvað sé nefnt.

Ferðin heppnaðist mjög vel þar sem að heimafólk og íslenska föruneytið lærði ýmislegt af hvort öðru.

Aðrar fréttir og greinar