Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

ANNA MARÍA TILNEFND TIL BÓKMENNTAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS

  • 29.febrúar 2024

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir hönd Íslands.

Anna María er dósent í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.

Jarðsetning helst í hendur við fyrri verk Önnu Maríu, þá helst gjörning hennar í húsnæði Iðnaðarbankans áður en það var rifið og svo kvikmynd hennar um niðurrif hússins sem var frumsýnd árið 2021.

Húsnæði Iðnaðarbankans myndar ytri ramma frásagnar Önnu Maríu af ævi hennar og þroskasögu.

Í rökstuðningi dómnefndar segir:

“Þó kveikjan að bókverkinu sé niðurrif eins húss á Íslandi er Anna María á skapandi og skáldlegan hátt að skoða og greina valdakerfi, orðræðu og strúktúr í menningarsögulegu og alþjóðlegu samhengi. Jarðsetning er mikilvægt innlegg í umræðuna um hlutskipti kvenna, sem lengi vel voru ekki teiknaðar inn í almenningsrýmið og þóttu fram af tuttugustu öld ekki eiga neitt erindi í karllægan heim byggingalistarinnar”

Hægt er að lesa fullan rökstuðning dómnefndar hér

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

Listaháskóli Íslands óskar Önnu Maríu til hamingju með tilnefninguna.

Aðrar fréttir og greinar