Fornafn: 
Hafdís Harðardóttir

 

Deildarfulltrúi hefur umsjón með nemendaskrám deildarinnar, vinnur við úrlausnir ýmissa verkefna og sinnir almennum ritarastörfum.  Vinnur náið með deildarforseta, kennurum og nemendum deildarinnar, einnig geta nemendur leitað til deildarfulltrúa til að fá upplýsingar um einingastöðu, úrræði v. fjarveru og endurupptöku á verkefnum.

Helstu verkefni deildarfulltrúa eru umsjón með nemendabókhaldi deildarinnar og reglulegri uppfærslu á því, skráningu stundaskrár í innra net skólans, að veita upplýsingar til nemenda um námskeið og halda utan um skráningu nemenda í og úr námskeiðum, skráningu einkunna, skráningu á allri kennslu í deildinni og miðla upplýsingum í fjárhagsbókhald skólans.  Einnig geta nemendur leitað til deildarfulltrúa til að fá upplýsingar um einingastöðu, úrræði v. fjarveru og endurupptöku á verkefnum.

Umsjón með inntökuferli deildarinnar, móttöku og skráningu umsókna. Upplýsingagjöf og afhending gagna til stunda- og gestakennara. Umsýsla og aðstoð við erlenda gestakennara og erlenda skiptinema.

Deildarfulltrúi og þjónustufulltrúi vinna náið saman, t.d. að stofubókunum og öðru sem tilfellur í daglegu starfi.

Skrifstofa: 5. hæð Þverholti 11.

Deild á starfsmannasíðu: