Instrumental / Vocal Education

Námið er þriggja ára nám til 180 eininga. Nemendur ljúka að jafnaði 30 einingum á önn. Nemendur á söng- og hjóðfærakennarabraut ljúka námi með BA-gráðu án kennsluréttinda og telst ákjósanlegur undirbúningur meistarnáms í söng- og hljóðfærakennslu. Lokaverkefnið felur í sér lokaritgerð og opinbera tónleika.
Námið er í stórum dráttum þrískipt þar sem hluti námsins samanstendur af sérhæfingu nemandans í söng- eða hljóðfærakennslu, annar hluti er sameiginlegur kjarni fræðigreina og þriðji hlutinn er val úr fræðigreinum, tæknigreinum eða fögum annarra deilda.

Skólaárinu er skipt í tvö 15 vikna misseri, sem hvort um sig skiptist í fjögur smærri tímabil. Einka- og hóptímar hljóðfæra ganga yfir allt skólaárið. Samspil í mismunandi stórum hópum er ríkur þáttur í starfi deildarinnar. Auk þess að taka þátt í skipulegum samspilshópum deildarinnar, eru nemendur hvattir til að vinna sjálfstætt í smærri og stærri hópum, jafnvel með öðrum listamönnum.

Upplýsingar veitir Tryggvi M. Baldvinsson

Programme: Instrumental / Vocal Education
Degree: B.Mus.Ed.
Units: 180 ECTS
Length: 6 terms – 3 years

Frá fagstjóra

Tónlistardeild Listaháskólans er lifandi og skapandi samfélag nemenda og kennara með fjölbreytt framboð námsbrauta. Við deildina ættu því allir áhugasamir um nám í tónlist að finna sér námsbraut við hæfi. Boðið er upp á þrjár námsbrautir þar sem megináherslan er lögð á þjálfun í hljóðfæraleik eða söng. Um er að ræða flytjendanám til B Mus-gráðu og hljóðfærakennaranám og kirkjutónlistarnám til BA-gráðu. 

Peter Máté