Háskólaskrifstofan er í Þverholti 11. Undir háskólaskrifstofu fellur námsþjónusta, alþjóðaskrifstofa, kynningarmál, skjalastjórnun, mannauðsstjórnun og gæðastjórnun.

Forstöðumaður háskólaskrifstofu er soleybjort [at] lhi.is (Sóley Björt Guðmundsdóttir).

Deildarskrifstofur tilheyra námsþjónustu. Á skrifstofunum eru veittar upplýsingar og þjónusta af ýmsu tagi. Þar er umsjón með nemendabókhaldi, úthlutun kennslurýma, stundaskrám, kennsluskrám og fleiru. Á deildarskrifstofum skólans geta nemendur nálgast vottorð um skólavist, námsferil og fleira. 
MySchool er kennslu- og nemendaumsjónarkerfi. Í kerfinu er haldið utan um skráningu á námsferlum, skráningum í námskeið, einkunnum og útskrift.  Kerfið veitir allar helstu upplýsingar um námið sem nemandi þarf á að halda svo sem stundaskrár, einkunnir, verkefnaskil, kennsluefni sem tengist hverju námskeiði fyrir sig og tilkynningar.

Forstöðumaður nemendaskrár er: dagmar [at] lhi.is (Dagmar Atladóttir)
 
Háskólaskrifstofa

Þverholti 11,
105 Reykjavík
sími: +354 545 2200
netfang: lhi [at] lhi.is

Opin frá kl. 8.30-16.00 mán-fim og 8.30-13 fös.