Hildur Bjarnadóttir tekur við stöðu dósents við meistaranám í myndlist.
 
Hildur er virk á sínum fagvettvangi innanlands og á alþjóðavettvangi og á að baki fjölda einka- og samsýningar. Hún er leiðandi myndlistarmaður á sviði listrannsókna á textíl og eru verk hennar mjög rannsóknartengd. Hún hefur umtalsverða reynslu af kennslu á háskólastigi hérlendis sem erlendis auk þess að hafa umtalsverða stjórnunarreynslu í akademísku starfi.
 
Hildur lauk meistaraprófi í myndlist frá Pratt Institute í New York, bakkalárprófi í textíl frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og mun í haust ljúka doktorsprófi frá Norwegian Artistic Research Fellowship Programme.