Hekla Dögg Jónsdóttir, prófessor myndlistardeildar tekur þátt í samsýningu á vegum The Icelandic Canada Art Convergence, núna (now) sem opnar í dag 10. júní í Winnipeg, Kanada. 

Þetta er í tíunda sinn sem núna (now) sýning er haldin í Manitobafylki með það að markmiði að viðhalda menningarlegri brú á milli Íslands og Kanada. Sýningarstjóri er Kegan McFadden (MB). Aðrir listamenn sem taka þátt í sýningunni eru Rebecca Belmore (QC), Cliff Eyland (MB), Meryl McMaster (ON) og Chih-Chien Wang (QC)

Hekla Dögg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1991 – 1994. Hún sótti skiptinám við Listaháskólann í Kiel í Þýskalandi og viðbótarnám við Staatliche Hochschule für Bildende Künste í Frankfurt am Main. Að loknu námi í Þýskalandi hélt Hekla til Bandaríkjanna til náms við Listaháskólann í Kalíforníu, California Institute of the Arts þaðan sem hún lauk MFA prófi árið 1999. Frá því hún lauk námi hefur Hekla verið virk í list sinni og sýnt hér heima og erlendis. Hekla hefur kennt myndlist víða og hefur verið prófessors í myndlist við Listaháskóla Íslands frá árin 2012. Auk þess að skapa eigin verk stóð Hekla einnig að stofnun og reksturs gallerí Kling og Bang á árunum 2003-2015. 

Ljósmyndir eru af verkum Heklu Daggar Jónsdóttur