---ENGLISH BELOW---

Þriðjudaginn 6. september kl.12:15 heldur Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera fyrirlesturinn „Identity in Creativity“ í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera er fædd í Mexíkó og lauk prófi frá Design Academy Eindhoven. Hönnunarstúdíóið hennar, GSYSB, er staðsett í Hollandi og sérhæfir sig í frásögnum með textíl og teikningum. Í verkum sínum hefur hún skapað jafnvægi milli litríkra mynstra og áhugaverðra dökkra teikninga, næmni í frásögn og djarfra yfirlýsinga. Auk þess að reka eigið hönnunarstúdíó vinnur Gabriela sem textílprenthönnuður hjá Vlisco, hollensku textílfyrirtæki sem hefur haft víðtæk áhrif á vestur-Afríska tísku allt frá árinu 1846.

Í fyrirlestrinum mun Gabriela segja frá starfi sínu, frá reynslu sinni í Mexíkó og námi sínu við Design Academy Eindhoven. Auk þess mun hún fjalla um það hvernig persónulegt handbragð getur verið lykillinn að skapandi starfsferli. Hún mun gefa innsýn í bakgrunn sinn og varpa ljósi á hinn heillandi heim Vlisco.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Facebook viðburður

 

---

On Tuesday September 6th at 12:15 Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera gives the lecture “Identity in Creativity” as part of GESTAGANGUR, lecture series by The Department of Design and Architecture at Iceland Academy of the Arts. The lecture takes place in lecture room A at Þverholt 11.

Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera was born in Mexico and is a graduate from Design Academy Eindhoven. Her studio GSYSB based in The Netherlands specializes in storytelling through textiles and illustrations. Within her practice she has built equilibrium between colourful patterns and intriguing dark images, sensitive stories and confronting statements. 
Gabriela works as a textile print designer for Vlisco, a Dutch textile brand that has since 1846 had a wide impact in West-African fashion.

She will share her story, her experience from Mexico, at Design Academy Eindhoven, and her view of how discovering one’s handwriting can be a key tool to find a creative path. She will illustrate how she looks back at her roots and the fascinating world of Vlisco.

The lecture is in English and open to the public.

Facebook event