Tungl í vatninu / Moon in The Water

8 resín skúlptúrar bók og myndbandsvörpun / 8 resin sculptures, a book and a video projection

2022

 

Mig hefur dreymt sama drauminn ótal mörgum sinnum í gegnum tíðina.

Það gerðist fyrst þegar ég var í framhaldsskóla þegar ég var akkúrat jafn gömul og í draumnum. Ég fæ þessa martröð að minnsta kosti einu sinni á ári. Ég hef samt ekki elst neitt í draumheimum yfir þennan tíma.

Þetta byrjar með óminum af bjölluhringingu og rökkurbirtu sem flæðir inn um nokkra litla glugga. Ég er að ganga í hringstiga með systur minni í risa stóru bókasafni fullu af bókum. Ég ræð ekki við mig, verð að snerta þær og virða þær fyrir mér. Efst á veggnum er stór svört klukka og vísarnir sýna hálf ellefu. Skyndilega finn ég að einhver er að elta okkur í myrkrinu. Við þurfum að láta fætur toga til að hrista manneskjuna af okkur og stiginn breytist í endalausan spíral. Þegar fótatakið nálgast verðum við óttaslegnar og systir mín dettur niður stigann. Þá eru tveir samhliða heimar þar sem ég reyni að hjálpa systur minni í næstum helmingnum af draumunum, meðan í hinum helmingnum held ég áfram að hlaupa. Þetta var svo raunverulegt að mér leið eins og kveikt væri á sjálfsbjargarviðleitni minni í hvert sinn sem mig dreymdi þetta, með þessar mótsagnakenndu sýnir og spennuna í andrúmsloftinu. Ég vaknaði upp grátandi og leið eins og ég hefði sloppið frá martröðinni.

Ég lít á bernskuáföll mín sem afleiðingu af félagslegum, fjölskyldulegum og pólitískum breytingum. Bakgrunnur minn og umhverfið sem ég ólst upp í hafði sterk áhrif á listsköpun mína, með marga drauma mína staðsetta í barnæsku. Í listinni minni kanna ég áhrif áfalla á draumfarir og skoða möguleg áhrif þeirra á fíkn. Brotabrotin úr draumunum mínum eru ekki bara minningar, heldur eru þau einnig leiðir til að tengja saman og varpa ljósi á grunnatriði verka minna.  

Ég hef líka tekið eftir að minni mitt er dálítið frábrugðið orðunum sem ég skrifaði niður. Eftir því sem tíminn líður verður bilið milli skrásetningarinnar og minnisins breiðara og flóknara. Það er eins og minnið verði óljósara og blandist saman við ímyndun mína og senurnar úr draumunum. Endurskapaðar og bjagaðar myndir birtast í huga mér eftir því sem ég reyni að muna betur.

Í nokkur ár hef ég upplifað þennan draum endurtekið og ég byrjaði að hugsa upp á nýtt dulda merkingu hans.

Draumar eru brotakennt samsafn ólíkra ímynda, sem miðla sögum og frásögnum á ómeðvitaðan hátt. Þessar draumsýnir gefa mér innblástur og ég nálgast þær sem efnivið til að endurskapa munstur, frásagnir og merkingu. Ég spyr hvernig tráma mótar reynslu okkar, hvernig það tengist merkingu drauma okkar og af hverju okkur finnst svona erfitt að útskýra þá. 

yuhua_jpg_2-2.jpg