Hugmyndir um yfirnáttúru hefur löngum veitt lista– og sagnamönnum innblástur, og birtist hún okkur jöfnum höndum í hryllingsmyndum og í hinni fegurstu kirkjulist, í gömlum þjóðsögum og nýjum flökkusögnum, sem og í hugmyndum okkar um náttúru, dýr og hvort annað, eins og spurningum á borð við: hvað er að vera maður?  Í þessum kúrsi verður lögð áhersla á að skoða íslenska álfatrú sérstaklega og áhrif hennar á umhverfi, menningu og listir. Einnig verður fjallað um aðra yfirnáttúru: dverga, tröll, drauga. Fyrst og fremst verður viðhorf mannfólks til náttúru skoðað, tengsl yfirnáttúru og náttúruverndar, og hugmyndir okkar um hið fagra og djöfullega. Tekin verða dæmi úr hönnun, myndlist, tónlist og arkitektúr, svo eitthvað sé nefnt. Kennt verður í Laugarnesi en í öðrum tíma verður gengið um í hrauninu í Hafnarfirði.
 
Lærdómsviðmið:
  • að nemendur séu færir um að fjalla um tengingu yfirnáttúru og náttúruverndar
  • að nemendur séu færir um að fjalla um tengingu yfirnáttúru og borgarskipulags.
  • að nemendur séu færir um að fjalla um tengingu yfirnáttúru og ákveðinna lista
  • að nemendur séu færir um að fjalla um mismunandi yfirnáttúru og í tengslum samfélag, sögu og menningu.
 
Námsmat:
  • Krossapróf úr völdum greinum og þjóðsögnum.
  • Skýrsla um tengsl yfirnáttúru við ákveðið viðfangsefni að eigin vali.
 
Kennsluáætlun:
  • Tími 1. Fyrirlestur um mismunandi viðhorf til náttúrunnar.
  • Tími 2. Fyrirlestur um álfahefðina á Íslandi – álfaganga um Hafnarfjörð. Nemendur verða að búa sig eftir veðri og aðstæðum.
  • Tími 3: Fyrirlestur um álagabletti, bannhelgi og yfirnáttúru erlendis, og hvernig slíkar hugmyndir eru að hafa áhrif á náttúruverndarumræðuna í dag.
  • Tími: 4. Fyrirlestur um nokkrar birtingamyndir yfirnáttúru í listum: bókmenntum, kvikmyndum, myndlist, tónlist og hönnun.
 
Fyrir hverja er námskeiðið: Nemendur Listaháskóla Íslands, aðra háskólanemendur og almenning.
Kennslutungumál: Íslenska
Einingar: 2 ECTS
Kennari: Bryndís Björgvinsdóttir
Staður og stund: Laugarnes og Hafnarfjörður
Kennslutímabil: 9. júní til 18. júní
Tímasetning:
Tími 1: 9. júní, kl. 10:30-12:10
Tími 2: 11. júní, kl. 10-13, í tímanum verður gengið um í Hafnarfirði, þátttakendur verða búa sig eftir aðstæðum
Tími 3: 16. júní, kl. 10:30-12:10
Tími 4: 18. júní, kl. 10:30-12:10
 
Kennt er er 2x í viku í 2 vikur, þar af er einn tími tvöfaldur.
Forkröfur: Stúdentspróf eða sambærilegt nám.
 

Rafræn umsókn