3 daga námskeið þar sem þátttakendum er boðið inn í skapaðan heim sem kallaður er Xenos. Þátttakendur tengjast við karakter úr heiminum í gegnum spilalestur, þróa hann svo áfram með LARP og spunaæfingum og búa til búning á námskeiðinu. Síðasta daginn verða spunarnir teknir upp og verða notaðir að hluta til (með samþykki þátttakennda) í lokaverki síðar í mánuðinum. Verkefnið er partur af lokaverkefni Kristínar Mjallar í MFA námi í sviðslistum.  

A 3-day workshop where the participants are invited into a made-up world called The Xenos. During the workshop, the participants will be assigned a character through a channeling ritual done with the game master, they will cultivate their character, using LARP and improv methods, and make costumes under the guidance of the teachers. the improvisation will be filmed on the last day and used as a part of the final piece (with the consent of participants). The final piece is the graduation piece of Kristín Mjöll from the MFA in Performing Arts at LHÍ.  

Hæfniviðmið: Eftir námskeiðið eiga nemendur að:  

  • hafa öðlast grunnþekkingu í LARPi og karaktersköpun 
  • hafa öðlast grunnþekkingu á Xenos heimi og geta staðsett sinn karakter þar. 
  • hafa öðlast grunnþekkingu í spuna 
     

Kennari: Kristín Mjöll Bjarnadóttir Johnsen & Björk Guðmundsdóttir
Deild: Sviðslistir

Staðsetning: Þverholt 11 
Kennslutimabil: 3.-5. águst (3 dagar) 
Tímasetning: 9:00-15:00 
Kennslutungumál: íslenska 
Kennslufyrirkomulag: Fyrsta daginn kynnumst við karakternum okkar, við kynnumst hvort öðru og karakterum hvor annars. Við kynnumst heiminum betur og byggjum upp traust og samstöðu innan hópsins með leikæfingum. Annan daginn förum við í búningagerð og fer allur dagurinn í það. Þriðja daginn gerum við leik og LARP-æfingar í búningum og tökum upp spuna dagsins. Með leyfi þáttakenda verður hluti af upptökunum notaður sem partur af lokaverkinu, sýnt síðar þess mánaðar.
Einingar: Námskeiðið er kennt án eininga 
Námsmat:  

  • að nemendur fái byrjunarþekkingu á LARP (life action role play) og spuna  
  • að nemendur þrói karakter og skapi sér sannfærandi búning   
  • þáttaka, frumkvæði og áhugi, sjálfs-styrking, samvirkni og samvinnuþýðni  
     

Forkröfur: stúdentspróf

Price: The course fee is 3.000 kr. and is non-refundable unless the course is cancelled
Further information: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir and Björg Stefánsdóttir, 

Please note due to COVID-19, the course plan might change with short notice
Please note if we do not reach minimum participation the course will be cancelled.

Rafræn umsókn

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is