Willow Project er rannsókn á einni nýjustu viðbótinni í íslenskri hráefnaflóru, víðtrénu. Frá upphafi skógræktar fyrir um 70 árum hefur framboð af efniviðnum aukist jafnt og þétt. Í rannsóknarferlinu voru þrjú megin framleiðsluferli framkvæmd, suða, bruni og eimun víðisins. Náttúrulegar hringrásir efnis veittu verkefninu innblástur, viðurinn var aðeins meðhöndlaður með vatni og hita og allar hliðarafurðir voru skilgreindar sem dýrmætar auðlindir. Með afbyggingu víðitrésins niður í örskala og endursamsetningu hinna fundnu grunnþátta efnisins var hægt að framleiða ný og sjálfstæð efni sem öll eru þannig úr garði gerð að þau ganga fyrirhafnarlaust aftur inn í náttúrulega hringrás skógarins sem næring. 
 
Umsjón
Tinna Gunnarsdóttir
 
Þátttakendur
Verkefnið var unnið af nemendum við braut vöruhönnunar við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Þau eru Birta Rós Brynjólfsdóttir, Björn Steinar Jóhannesson, Emilía Sigurðardóttir, Johanna Seelemann, Kristín Sigurðardóttir, Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, Védís Pálsdóttir. Leiðbeinendur voru Tinna Gunnarsdóttir, Friðrik Steinn Friðriksson, Garðar Eyjólfsson og Óskar Kristinn Vignisson.
 
Samstarfsaðilar
Skógrækt Reykjavíkur
 
 
Tímabil
2015