Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið bæði arkitektum og hönnuðum sem vilja bæta við sig þekkingu í faginu og öllu áhugafólki um hönnun og arkitektúr. Námskeiðið er á BA stigi.  
 
Fjallað er um bakgrunn og þróun íslenskrar vöruhönnunar frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans og umfjöllunin sett í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur í hönnun. Skoðuð eru mörk hefða og nútíma og tilkoma nýrrar tækni og efna. Megináhersla er á þátt vöruhönnunar í þróun íslensks hönnunarsamfélags þar sem könnuð er birtingarmynd ímyndar og sérkenna og tilvísun í menningararf og hefðir. Skyggnst er inn í hugmyndaheim valinna hönnuða sem leita nýrra leiða og lausna í samfélagi án hefðbundins iðnaðar og þröngs markaðar. Kynntar eru nýjar áherslur í vöruhönnun samtímans sem mótast af endurskoðun verðmætamats og samfélagslegri vitund gegn neysluhyggju og af hugmyndum um bætt umhverfi og betri heim, þar sem hönnun er nýtt sem afl til breytinga.
 
Námsmat: Heimildavinna: Hóp- og einstaklingsverkefni.
 
Kennari: Elísabet V. Ingvarsdóttir er með meistarapróf í hönnunarsögu frá Kingston University í London en áður lauk hún BA gráðu í innanhússarkitektúr frá The North London Polytechnic og starfaði við það fag í mörg ár. Elísabet kennir við Hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans og er stundakennari við Listaháskóla Íslands. Elísabet hefur auk þess kennt við Kennaraháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reyjavík, starfað sem sýningarstjóri við fjölmargar sýningar um íslenska hönnun jafnt innalands sem erlendis og unnið að rannsóknum á hönnun. Hún hefur setið í ritstjórn hönnnuartímaritsins HA og unnið að ýmsum sérfræðiverkefnum sem snúa að faginu, unnið að þáttagerð, haldið fyrirlestra og skrifað greinar um hönnun.
 
Staður og stund: Þverholt 11, nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar, 2019. 
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum). 
 
Forkröfur: BA gráða í arkitektúr og hönnun eða sambærilegt nám
 
Nánari upplýsingar: Hafdís Harðardóttir, deildarfulltrúi hönnunar- & arkitektúrdeildar: hafdis [at] lhi.is