Nemendur kynnast vinnuferli fatahönnunar og læra vinnubrögð í hugmyndavinnu og textílgerð.
Á námskeiðinu munu nemendur kynnast hönnunarferli fatahönnunar með það að markmiði að skapa nýjar og framúrstefnulegar hugmyndir með sjálfbærni að leiðarljósi. Sérstök áhersla verður lögð á að nemendur skapi ný efni út frá hugmyndavinnu sinni og velti fyrir sér möguleikum þeirra.
Lagt verður fyrir verkefni sem nemendur vinna sjálfstætt og undir leiðsögn kennara. Nemendur kynnast vinnuferli fatahönnuða sem felst í rannsókn, skissugerð, tilraunum með efni og teikningu. Lögð verður áhersla á ferlið sjálft og samspil þessara þátta. Nemendur læra aðferðir til að skapa textíl fyrir tísku með áherslu á prjón og útsaum. Mælst verður til þess að nemendur notist við það sem hendi er næst og séu meðvitaðir um umhverfisáhrif tískuiðnaðar og sjálfbærni. Nemendur fá leiðsögn við að hanna flíkur úr þeim efnum sem þeir skapa og teikna upp fatalínu sem þeir kynna í lok námskeiðs.
 
Námsmat: Lagt verður fyrir verkefni á fyrsta degi námskeiðs sem unnið verður yfir námskeiðstímann. Nemendur sem ljúka verkefninu standast námskeiðið.
 
Fyrir hverja er námskeiðið: Ungt fólk á aldrinum 16 – 22 ára sem hefur áhuga á og langar að kynnast fatahönnun. Námskeiðið er fyrir byrjendur og því ekki nauðsynlegt að hafa neinn grunn. Námskeiðið er hugsað sem kynning á háskólanámi í fatahönnun og er góður undirbúningur fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér að sækja um nám í Listaháskólanum.
 
Kennari: Magnea Einarsdóttir, fata- og prjónahönnuður
Einingar: Námskeiðið er án eininga
Kennslu tungumál: Íslenska
Staðsetning: Laugarnes
Tímabil: 4.-14. ágúst
Tímasetning: kl. 13:00-16:00
Forkröfur: Engar forkröfur, þátttakendur á aldrinum 16 – 22 ára
 

Rafræn umsókn