Sláðu inn leitarorð
Viktor Már Pétursson
My six strangers
Fatnaður hversdagleikans og handspreyjuð grafík. Markmið línunnar er að draga upp skjámynd af sex ótengdum einstaklingum sem allir standa á krossgötum.
My six strangers er tilraun til þess að búa til sögur í gegnum andstæður. Í hvert skipti leitast hönnuður við að túlka sjálfan sig í gegnum ólíkar skáldaðar persónur með mismunandi klæðnaði.
Fatnaðurinn er því bæði frásögn ásamt því að vera samfélagslegt samskiptatól.




