Vortónleikar Camerata LHÍ

 
Camerata LHÍ heldur vortónleika í Háteigskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 18:30.
 
Á efnisskrá eru verk eftir Giovanni Battista Pergolesi (1710-36), Johann Christoph Bach (1642-1703), Johann Hermann Schein (1586-1630) og Gregorio Allegri (1582-1652).
 
 
Flytjendur á tónleikum eru:
 
Söngvarar - Anne Keil, Ásta Sigríður Arnardóttir, Bergþóra Linda Ægisdóttir, Birgir Stefánsson, Birta Reynisdóttir, Elín Bryndís Snorradóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Halla Messíana Kristinsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson.
 
Hljóðfæraleikarar - Maria Tveter, flauta, Hrefna Berg Pétursdóttir, Pétur Úlfarsson, Sólrún Svava Kjartansdóttir og Þorsteinn Hringur Gunnarsson, fiðlur, Domen Kuznar og Hafrún Birna Björnsdóttir, víólur, Soffía Jónsdóttir, selló, Ágúst Ingi Ágústsson, semball/orgel 
 
Stjórnandi - Sigurður Halldórsson
 
 
Verið velkomin!
 
lhiton-027.jpeg
 

Ljósmynd frá tónleikum Camerata LHÍ haustið 2021