Útskriftartónleikar Vilborgar Hlöðversdóttur flautuleikara frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands fara fram í Hannesarholti við Grundarstíg 10, sunnudaginn 6. maí klukkan 14. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
 
Efnisskrá:
 
Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine: Siciliano
J. S. Bach: Partíta í a-moll BWV 1013
Alexander A. Alyabyev: The Russian Nightingale 
Otar Taktakishvili: Flautusónata: II. Aria. Moderato con moto 
Franz Schubert: Sonata Per Arpeggion 
 
Píanóleikarar: Kristján Karl Bragason og Mattias Martinez Carranza 
Sópran: Sandra Lind Þorsteinsdóttir 
 
Vilborg Hlöðversdóttir hóf þverflautunám við Skólahljómsveit Austurbæjar 9 ára gömul. Þar lærði hún hjá Guðrúnu Birgisdóttur, flautuleikara. Seinna fór hún í Tónlistarskóla Kópavogs þar sem hún var í tvö ár og hélt áfram að læra hjá Guðrúnu. Eftir það fór hún í Nýja tónlistarskólann þar sem hún stundaði nám hjá Þuríði Jónsdóttur flautuleikara og lauk framhaldsprófi við skólann árið 2011. Haustið 2015 hóf Vilborg nám við Listaháskóla Íslands á hljóðfærakennarabraut undir leiðsögn Martial Nardeau. Vilborg hefur meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna og Lúðrasveit verkalýðsins. 
 
Nánar um verkin:
Þorkell Sigurbjörnsson (1938 – 2013): Columbine / II. Siciliano 
 
Þorkell Sigurbjörnsson lærði á píanó, fiðlu og orgel og er hann hvaðþekktastur fyrir lag sitt við sálminn Heyr, himna smiður. Konsertinn Columbine var saminn 1982 að beiðni flautuleikarans Manuela 
Wiesler og skiptist hann í þrjá kafla. Segja má að annar kaflinn sé 
hápunktur verksins og að hinir kaflarnir rammi hann inn. 
 
J.S. Bach (1685 – 1750) - Partita í a moll BWV 1013 
I. Allamande 
II. Corrente 
III. Sarabande 
IV. Bourrée Angloise 
 
Johann Sebastian Bach er eitt frægasta tónskáld allra tíma. Hann fæddist í Þýskalandi og var uppi á barokk-tímabilinu. Bach var mikils metinn fyrir orgelleik sinn í lifanda lífi en það var ekki fyrr en eftir að hann lést sem hann hlaut frægð fyrir tónsmíðar sínar. Hann var eitt afkastamesta kirkjutónskáld allra tíma en er þó hvað þekktastur fyrir veraldlegu verk sín eins og Brandenborgarkonsertana og Aríu á G-streng. Partíta í a moll er einleiksverk fyrir flautu í fjórum þáttum. Ekki er vitað með vissu hvenær verkið var samið en talið er að það sé fljótlega upp úr 1720. 
 
Alexander A. Alyabyev (1787 – 1851): The Russian Nightingale 
 
Alexander Aleksandrovich Alyabyev var afkastamikið rússnenskt 
tónskáld. Næturgalinn er frægasta verk Alyabyev og er það byggt á ljóði eftir Anton Delvig. Alyabyev samdi verkið árið 1825 á meðan hann sat í fangelsi. 
 
Otar Taktakishvili (1924 - 1989): Flautusónata 
II. Aria. Moderato con moto 
 
Taktakashvili var tónskáld, kennari og rithöfundur frá Georgíu. Eins og mörg tónskáld frá Georgíu var Taktaishvili undir miklum áhrifum 
frá þjóðlagatónlist. Flautusónatan var samin 1966 og er hún kannskiþekktasta verk hans vestan megin við hafið. 
 
Franz Schubert (1797 – 1828) - Sonata Per Arpeggion 
I. Allegro moderato 
II. Adagio 
III. Alegretto 
 
Franz Schubert var austurrískt tónskáld. Hann var lítt þekktur á meðan hann lifði en hróður hans jókst til muna eftir að hann lést þegar nokkur 19.aldar tónskáld uppgötvuðu verk hans og héldu þeim á lofti. Schubert samdi ótrúlegt magn af tónverkum. Talið er að hann hafi samið í kringum eitt þúsund verk, þar á meðal sjö heilar sinfóníur, á aðeins 18 árum, en hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins 31 árs að aldri. Schubert var uppi á rómantíska tímabilinu og ber tónlistin hans þess merki. Sónatan var upphaflega skrifuð fyrir hljóðfærið Arpeggion en hefur verið skrifuð út fyrir mörg önnur hljóðfæri.
 
Ljósmynd af Vilborgu: Leifur Wilberg.