Tónleikar í Mengi á Fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar, miðvikudagskvöldið 10. maí.

English below

Fram koma líbanska tónskáldið Imad Mohammad El Turk, söngur, píanó og oud, Ásgeir Ásgeirsson, oud og bouzouki, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Erik Quick á trommur og Alexandra Kjeld á kontrabassa. 

Á efnisskrá eru grísk og líbönsk þjóðlög og tónlist eftir Imad Mohammad El Turk sem hefur verið búsettur hérlendis undanfarna sex mánuði og óskað eftir dvalarleyfi á Íslandi.

Tónleikarnir eru hluti af sérverkefnavinnu meistarnámsnema í hljóðfærakennslu LHÍ en verkefnið felst í samvinnu nema og innflytjenda í að skapa nýja tónlist á einni viku og flytja í Mengi. Verkefnu er einnig ætlað að vekja athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi. Um umsjón verkefnisins sjá Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.

Tónleikarnir fara fram á Fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar sem nú er haldinn í níunda skipti.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er miðaverð 2000 krónur. 
Ágóði tónleikanna rennur til málefna hælisleitenda hér á landi. 

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

A concert at Mengi on Reykjavik Multicultural Day, Wednesday, May 10th.

Imad Mohammad El Turk, voice, piano and oud
Ásgeir Ásgeirsson, oud and bouzouki
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, violin
Erik Quick, drums
Alexandra Kjeld, double bass

Folk songs and music from Greece and Lebanon as well as original compositions by the Lebanese composer Imad Mohammad El Turk, who has been seeking asylum in Iceland for the past six months.

Concert starts at 9pm. Tickets: 2000 isk. Income goes on the subject of asylum seekers in Iceland.