verandi vera // Being
21.05 – 29.05. 2022 // Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir
Verið hjartanlega velkomin á opnun útskriftarsýningar BA nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr, laugardaginn 21. maí milli kl. 14:00 - 17:00 á Kjarvalsstöðum.
Samsýningin verandi vera gefur okkur aðgang að hugarheimi þeirra sem dvalið hafa í Listaháskólanum síðustu þrjú ár, að rækta sín hugðarefni við krefjandi aðstæður. Berskjölduð horfast þau í augu við sig sjálf, umhverfi sitt og samfélag. Ávextirnir eru eftir því áríðandi. Þeir opna okkur nýja sýn og skilning á tilveru okkar, tilgangi og stefnu inn í óskrifaða en skilyrta framtíð. Hér ríkir mikil mildi
Sýningin stendur til sunnudagsins 29. maí og er aðgangur ókeypis á meðan sýningunni stendur.
Sýningastjórar eru Sara Jónsdóttir & María Kristín Jónsdóttir (hönnun & arkitektúr) og Hildigunnur Birgisdóttir (myndlist).