VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022
 
 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91. Annar fyrirlestur er þriðjudaginn 1. mars kl. 15-16, í fyrirlestrarsal L193
 
Fyrirlesari: Vigdís Gunnarsdóttir, aðjúnkt og fagstjóri sviðslista við listkennsludeild
 

Betra skólasamfélag með aðferðum lista

 
Í fyrirlestrinum fjallar Vigdís Gunnarsdóttir um tilraunir sínar til að brjóta niður veggi milli ólíkra hópa innan og utan framhaldsskólans með aðferðum lista.
 
Á síðustu árum hefur hún unnið með nemendum í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í áfanga sem hún kallar Betra samfélag. Áfanginn er kenndur á leiklistarbraut og byggir á samfélagsleikhúsi sem fellur undir samfélagslistir og hefur Vigdís verið að þróa nokkur samstarfsverkefni milli nemenda sinna og annarra hópa. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessi verkefni og upplifanir nemenda af því að vinna út frá samfélagsleikhúsi í samtali við eldri borgara, leikskólabörn og nemendur á starfsbraut.
 
Vigdís Gunnarsdóttir útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1993 og lék hjá Þjóðleikhúsinu fram til ársins 2003. Hún lauk meistaranámi í skrifum og leikstjórn fyrir sjónvarp frá Goldsmiths Collage, University of London, árið 2002 og diplómanámi í listkennslu frá listkennsludeild LHÍ árið 2013. Samhliða kennslu við listkennsludeildina starfar  hún sem „freelance“ leikkona og er meðlimur í hljómsveitinni Heimilistónar.
 
 
vigdis_lebas_gunnars.jpg
 

VELFERÐ Næstu fyrirlestrar

15. mars kl. 15-16: Ingimar Ólafsson Waage, lektor og fagstjóri sjónlista/kennslufræða
29. mars kl. 15-16: Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor
5. apríl kl. 15-16: Gunndís Ýr Finnbogadóttir, lektor og fagstjóri sjónlista