VELFERÐ er opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022
 
1. fyrirlestur 5. október 2021
 
Tíminn og skólakerfið - Eigum við lausa stund?
 
Í fyrirlestrinum var fjallað um fyrirbærið tíma og á tengsl milli tíma, menningar og uppbyggingar menntunar. Markmiðið var að varpa ljósi á hugmyndir samfélags okkar um tímann og hvernig skólar og menntun eru uppbyggð út frá tímatengdri menningu. Einnig var velt upp hugmyndum um hvernig við gætum hagað áherslum í starfi okkar sem kennarar með það að markmiði að njóta og hjálpa nemendum finna eigin rytma.
 
Fyrirlesari: Dr. Kristín Valsdóttir, forseti listkennsludeildar Rannsóknir og verk Kristínar beinast að tónlistarkennslu, listkennaramenntun, námsumhverfi (e. learning culture) og símenntun listamanna og kennara. Hún er með B.Ed. sem tónmenntakennari frá Kennaraháskóla Íslands, 2 ára diplóma á meistarastigi í tónlistar- og dans kennslufræði frá Orff Institut, Mozarteum, meistargráðu í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kristín lauk doktorsgráðu í janúar 2019 frá Háskóla Íslands.