VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022
 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91.
Fimmti og seinasti fyrirlestur í röðinni er mánudaginn 2. maí kl. 15-16. 
 
Fyrirlesari: Gunndís Ýr Finnbogadóttir lektor og fagstjóri sjónlista í listkennsludeild.

 

 
microsoftteams-image_2.png
 

 

Hreyfanleiki líkamans: um göngur í listum, námi og rannsóknum - göngufyrirlestur

Það er algengt að heyra að tengsl við náttúru, í fjölbreyttu formi eins og á göngu, bæti heilsu okkar, andlega og líkamlega - og þá vakna spurningar um hvernig áhrif það hefur á hugsun og hvernig við tengjumst umhverfi okkar og náttúru.

 
Hugsanlega er ganga sem gagnrýnin athugun nákvæmlega það sem John Muir hélt fram þegar hann skrifaði ‘I only went out for a walk and finally concluded to stay out till sundown, for going out, I found, was really going in’. 
 
Það sem að Muir á við er að með því að fara út og skoða heiminn okkar, dalinn, almenningsgarðinn, ströndina osfv. þá komumst við nær okkur sjálfum.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessi tengsl og möguleika þeirra í námi, í rannsóknum og í listum.
 
Ath. að fyrirlesturinn fer fram utandyra ef veður leyfir á stuttri göngu í nágrenni skólans.
 
 
Gunndís Ýr Finnbogadóttir útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute árið 2008 og úr Listkennsludeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Hún stundar doktorsnám við menntavísindasvið HÍ.
 
Listrannsóknir, listrænt ferli, samtal, samvinna og samskipti eru meðal þess sem Gunndís Ýr vinnur með bæði í myndlist og í listkennslu. 
 
 
gunndis_yr.jpg