VELFERÐ er opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022.
 
Fyrirlestrarröðin fer fram í í fyrirlestrarsal L193 í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91. Allir fyrirlestara hefjast kl. 15.
 
Þriðji fyrirlestur fer fram þriðjudaginn 29. mars kl. 15. 
 

Að skynja og hugsa innan frá – samband fagurferðilegrar skynjunar og líkamlegrar hugsunar

 
„Þegar Baumgarten gerði fagurfræði að sérstöku undirsviði heimspekinnar lýsti hann því sem „vísindum skynjaðrar þekkingar sem beinist að fegurð“. Hvað felst í þessari tegund vísinda og hvert er hlutverk fegurðar í öflun skynjaðrar þekkingar? Til að rýna í þessar spurningar skoða ég sambandið á milli fagurfræði og fyrirbærafræði, eða nánar tiltekið sambandið á milli fagurferðilegrar skynjunar og fyrirbærafræðilegrar nálgunar, ræði hlutverk þeirra í líkamlegri hugsun, og velti fyrir mér hvaða áhrif iðkun slíkrar hugsunar hefur mögulega á velferð.“
 
Fyrirlesari: Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor við listkennsludeild
 
Umhverfisheimspeki hefur verið í forgrunni í verkum Guðbjargar síðan hún hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í Values and the Environment frá Lancaster University og doktorsgráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðbjargar beinast að umhverfisfagurfræði, umhverfissiðfræði, fyrirbærafræði, skynjaðri þekkingu, líkamleika, landslagi, þverfaglegu starfi og þátttöku.
 
gudbjorg2020_bw.jpg
 

VELFERÐ

Dagsetningar fyrirlestra
 
 
1. mars 2022 kl. 15-16: Vigdís Gunnarsdóttir, aðjúnkt og fagstjóri sviðslista
15. mars 2022 kl. 15-16: Ingimar Ólafsson Waage, lektor og fagstjóri sjónlista/kennslufræða
29. mars 2022 kl. 15-16: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor
5. apríl kl. 2022 15-16: Gunndís Ýr Finnbogadóttir, lektor og fagstjóri sjónlista