Útskriftartónleikar LHÍ
Ágúst Ingi Ágústsson

Ágúst Ingi Ágústsson lýkur bakkalárnámi í kirkjutónlist frá LHÍ. Útskriftartónleikar hans í orgelleik fara fram í Hallgrímskirkju laugardaginn 25.nóvember kl.17:00.
Á tónleikunum verða flutt verk eftir Vincent Lübeck, Girolamo Frescobaldi, Nicolas de Grigny, JS Bach, Marcel Dupré og Petr Eben.
 
Flytjendur //
Ágúst Ingi Ágústsson
sönghópurinn Cantores Islandiae
 
Stjórnandi //
Ágúst Ingi Ágústsson
 
agust.jpg

Ágúst Ingi Ágústsson

Ágúst Ingi Ágústsson lýkur prófi í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands þar sem orgelkennari hans hefur verið Eyþór Ingi Jónsson en einnig hefur Ágúst fengið kennslu í hljóðfæraleik og kórstjórn hjá Láru Bryndísi Eggertsdóttur, Peter Maté, Guðrúnu Óskarsdóttur, Kjartani Valdimarssyni og Magnúsi Ragnarssyni.
Ágúst lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar en 2008 lauk hann einleiksáfanga við sama skóla þar sem Hörður var einnig orgelkennari hans. Ágúst starfaði sem organisti hjá kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði árin 1993–2000. Hann var stjórnandi gregorskórsins Cantores Iutlandiae í Danmörku árin 2011–2017 og árið 2018 stofnaði hann sönghópinn Cantores Islandiae ásamt Gísla Jóhanni Grétarssyni tónskáldi. Hópurinn leggur áherslu á gregorssöng í verkefnavali sínu en einskorðar sig þó ekki við hann. Fyrir utan tónlistariðkun starfar Ágúst sem læknir.