Útskriftartónleikar - Sindri Freyr Steinsson

Laugardaginn 13. Nóvember kl. 16 heldur Sindri Freyr Steinsson útskriftartónleika frá rytmískri kennarabraut Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum mun hann leika nýjar tónsmíðar úr eigin smiðju ásamt hljómsveit.
 
Hljómsveitina skipa:
Haraldur Ægir Guðmundsson: Kontrabassi
Hekla Magnúsdóttir: Þeremín
Kristófer Hlífar Gíslason: Slagverk
Magnús Skúlason: Trommur
Vinjar Egilsnes Petersen: Píanó og hljóðgervill
Sigrún Erla Grétarsdóttir: Söngur
Sindri Freyr Steinsson: rafgítar, flauta, söngur
 

Um Sindra Frey:

Sindri Freyr Steinsson hefur verið viðriðinn tónlist um árabil. Í menntaskóla lék Sindri með fjölmörgum hljómsveitum en ofan á varð brimrokksveitin Bárujárn, ásamt Heklu Magnúsdóttur, en hljómsveitin starfar enn með hléum. Bárujárn kom fram á tónleikum víða um land, spilaði á G festival í Færeyjum 2016 og fyrsta plata sveitarinnar kom út skömmu eftir það. Samhliða gítarnámi í FÍH stofnaði Sindri svo stofnaði diskópoppsveitina Boogie Trouble ásamt bassaleikaranum Ingibjörgu Elsu Turchi og Klöru Arnalds. Sveitin varð nokkuð vinsæl tónleikasveit og spilaði á fjölda balla, árshátíða, bæjar- og tónleikahátíða á starfstímabili sínu. Sveitin gaf út plötu 2016 og lagðist í dvala ári síðar. Sindri starfaði þar á eftir við fjölda smáverkefna, gaf út rafsólóplötuna Tónlist fyrir kafara og tók upp og spilaði inn á verkefni annarra. Ber þar síðast að nefna tónlist, ásamt Teiti Magnússyni, úr heimildarmyndinni Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon. Einnig lék Sindri inn á Plötu Unnar Söru Eldjárn, Bizous (2021). Sumarið 2021 lagðist Sindri í tónleikaferð um landið ásamt Heklu Magnúsdóttur undir nafninu Huldumaður  og víbrasjón. Þau léku sönglög Magnúsar Blöndal í nýjum útsetningum fyrir gítar, þeramín, hljóðgervil og flautu á tíu tónleikum. Sindri er nú á lokaári í Rytmísku kennaranámi við Listaháskóla Íslands. 
 
 
Tónleikarnir fara fram í fyrirlestrasalnum Laugarnesi (Laugarnesveg 91) og er aðgangur ókeypis. Athugið að grímuskylda er á viðburðinn.
 
img_8541-edit-2.jpeg