Útskriftartónleikar - Símon Karl Sigurðarson Melsteð

Símon Karl Sigurðarson Melsteð byrjaði 9 ára gamall að læra á klarínettu hjá Skólahljómsveit Austurbæjar. Hann hélt námi sínu áfram í Tónlistarskóla Stykkishólms, en byrjaði 15 ára að læra hjá Guðna Franzsyni og færði sig stuttu seinna yfir í FÍH og lauk þaðan framhaldsprófi í klassískum klarínettuleik undir hans leiðsögn. Í FÍH lagði hann einnig stund á snarstefjun, tónsmíðar og jazzútsetningar ásamt því að sækja einkatíma hjá Sigurði Flosasyni og Hilmari Jenssyni. Úr FÍH lá leið hans í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lauk burtfararprófi undir leiðsögn Freyju Gunnlaugsdóttur. 
 
Við Listaháskóla Íslands hefur Einar Jóhannesson verið hans aðal kennari. Skólaárið 2020-2021 var hann í skiptinámi við Robert Schumann Hochschule für Musik í Düsseldorf, Þýskalandi undir leiðsögn Próf. Andreas Langenbuch.
Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum bæði á Íslandi og erlendis, til dæmis hjá Barnaby Robson í LHÍ 2015, Luigi Magistrelli í LHÍ 2017 og hjá Ralph Manno í Konturen, Brühl 2019. Einnig hefur hann spilað með Elju kammersveit, Caput, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.
 

Efnisskrá

Solo de concours
André Messager (1853-1929)
Duft
Kaija Saariaho (1952)
L‘Histoire du soldat
Igor Stravinsky (1882-1971)
Grand Duo Concertant
Carl Maria von Weber (1786-1826)
 

 Flytjendur

Símon Karl Sigurðarson Melsteð – Klarínetta
Aladár Rácz – Píanó
Erna Vala Arnardóttir – Píanó
Pétur Björnsson - Fiðla
 
 
thumbnail_dscf9651.jpeg