Ragnheiður Eir Magnúsdóttir hóf þverflautunám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 9 ára gömul. Þar lærði hún í mörg ár hjá Dagný Marinósdóttur og síðar hjá Jóni Guðmundssyni. Haustið 2014 hóf hún nám í Listaháskóla Íslands á hljóðfærakennarabraut þar sem hún hlaut leiðsögn hjá Martial Nardeau og síðar hjá Hallfríði Ólafsdóttir og Emilíu Rós Sigfúsdóttir. Einnig stundaði hún nám á saxafón nám hjá Guido Baumer. Ragnheiður Eir hefur leikið með ýmsum hljómveitum í gegnum árin; Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

Á tónleikunum verður flutt sónata í a-moll Wq 132 fyrir einleiksflautu eftir C. P. E. Bach en hann var sonur J. S. Bach og talið er að einleikssónatan hafi verið samin undir áhrifum Partítu í a-moll fyrir einleiksflautu eftir J.S. Bach. Einnig verður leikið verkið Elefant und Mücket eða Fíllinn og flugan á íslensku, eftir H. Kling, fyrir piccolo flautu, túbu og píanó en þar leikur piccolo flautan eftir flugunni og túbuleikarinn eftir fílnum. Andante í C-dúr K. 315 eftir W. A. Mozart er verk sem allir flautuunnendur ættu að kannast við. Verkið er samið fyrir flautu með hljómsveitarundirleik en á tónleikunum verður hljómsveitarparturinn leikinn af Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í útsetningu eftir Söndru Rún Jónsdóttir. Að lokum verður flutt sónata í A-dúr eftir C. Franck sem er talin ein glæsilegasta sónata sem samin hefur verið fyrir fiðlu og píanó. Verkið var samið fyrir fiðluleikarann Eugène Ysaÿe og var brúðargjöf frá Franck.
Flytjendur auk Ragnheiðar eru Kristján Karl Bragason píanóleikari, Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir túbuleikari.

 

Listaháskólinn og Salurinn, Kópavogi eru í samstarfi vegna Tónleikaraðar Útskriftarhátíðar Listaháskólans og fara fjöldinn allur af tónleikum fram þar.