Útskriftartónleikar Páls Cecils Sævarssonar frá tónsmíðabraut tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fara fram föstudagskvöldið 10. desember kl. 21 í Dynjanda.

Lokaverkefni Páls Cecils fjallar um samband milli tónlistar og myndefnis sem leyfir áhorfandanum að lifa sig inn í heim þriggja skáldaðra bíómynda. Páll hefur skrifað upp 3-5 stuttar senur úr hverri bíómynd sem hann hefur samið tónverk við. Áhorfandinn fær svo að ímynda sér heim myndanna með hjálp tónlistarinnar. Til þess að skapa myndrænu hliðina hefur Páll fengið til liðs við sig þrjá grafíska hönnuði sem gerðu plaköt fyrir bíómyndirnar.

 

Myndirnar eru eftirfarandi:

  • The Silence of the Red Whale – Kafbáta stríðsmynd frá tímum Kalda stríðsins. Rússneskir vísindamenn hafa skapað af káfbát sem erfitt er að verjast, einkum þar sem hann er hannaður eftir fyrirmynd hvals. Sagan er nokkurs konar nálgun á söguna um Moby Dick.
  • Re:Cognition – Vísindaskáldsaga þar sem mannkynið er útdautt, einungis vélmenni í mannsmynd eru eftir og lítið sem ekkert hefur varðveist af vísbendingum um fyrri tíma. Sagan segir frá konu sem kemst að því að hún er síðasta vonin fyrir endurfæðingu mannkynsins.
  • All Down But Nine – Vestri sem segir frá fjölskyldu sem myrt er af glæpagengi en tveir synir lifa af. Þeim er boðið nýtt líf af dularfullum manni en átta sig ekki strax á að þeir voru að gera samning við djöfulinn.

 

Hönnuðir plakata:

Re:Cognition – Hildur Helga Jóhannsdóttir

The Silence of the Red Whale – Viktor Weisshappel

All Down but Nine – Eysteinn Þórðarson

 

palli_eventphoto.jpeg