Útskriftartónleikar LHÍ í Salnum í Kópavogi 5.október kl.19:30
Róbert A.Jack, B.Mus í hljóðfæraleik

Píanóleikarinn Róbert A. Jack útskrifast með B.Mus gráðu í hljóðfæraleik í janúar 2022. Hann flytur fjölbreytta dagskrá í Salnum í Kópavogi þann 5.október 2021 kl.19:30.
Flytjendur: Róbert A. Jack, píanó, Sigrún López Jack, mezzó-sópran og Peter Máté, píanó

Efnisskrá //

J.S. Bach (1685-1750)
Prelúdía í h-moll BWV 893
 

C. Debussy (1862-1918)
Þrjár prelúdíur úr bók 1

I. Danseuse de Delphes
V. Les Collines d’Ancapri
XII. Minstrels
 

W.A. Mozart (1756-1791)
Píanó konsert í C-Dúr K. 467

I. Allegro
 

M. Ravel (1875-1937)
Fimm grísk sönglög

I. Chanson de la mariée
II. Là-bas, vers l’église
III. Quel galant m’est comparable
IV. Chanson des cueilleuses de lentisques
V. Tout Gai!
 

C. Debussy (1862-1918)
Estampes

I. Pagodes
II. La soirée dans Grenade
III. Jardins sous la pluie
 

Róbert A. Jack

Róbert A. Jack hóf píanónám árið 2007 þegar hann var 10 ára undir handleiðslu Petiu Benkova. Árið 2009 hóf hann svo nám við Nýja tónlistarskólann þar sem hann lærði hjá Ilku Benkova og seinna hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur. Árið 2018 hóf hann svo bakkalárnám við Listaháskólann og hefur verið að læra hjá bæði Peter Máté og Eddu Erlendsdóttur. Með píanónáminu hefur hann einnig stundað söngnám hjá Alinu Dubik og lokið þar miðstigi. Róbert hefur lengi haft áhuga á tónsmíðum og á öðru ári sínu í Listaháskólanum valdi hann að læra tónsmíðar sem auka fag. Á seinasta skólaári sínu hefur hann verið að útsetja mexíkönsk sönglög fyrir píanó undir handleiðslu Úlfars Haraldsonar.