Þriðjudaginn 7.júlí verður útskriftarverk Katrínar Helgu Ólafsdóttur flutt í Iðnó á Listahátíð í Reykjavík. 
Katrín Helga útskrifast frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands með bakkalárpróf í tónsmíðum. 
Tónleikarnir fara fram í tvennu lagi, annarsvegar á ensku kl 17:30 og hinsvegar á íslensku kl 20:30.
 

k.ola-11.jpg
 
Katrín býr yfir mikilli sköpunargleði en hún vakti fyrst athygli sem söngkona hljómsveitarinnar Milkhouse. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og hefur nú gefið út tvær plötur. 
Undanfarin ár hefur Katrín skapað sinn eigin hljóðheim undir listamannanafninu K.óla og hlotið verðskuldaða athygli fyrir. 
K.óla hefur gefið út þrjár plötur. Plata hennar 'Allt verður alltílæ' (2019) hlaut Kraumsverðlaunin og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún hefur einnig átt verk á listahátíðum eins og Myrkum músíkdögum en verkið hennar 'Hlaupari Ársins' var flutt á hátíðinni 2020. Þó svo að meginfókus hennar sé á tónlist teygir hún anga sína líka yfir í myndlist með myndrænni framsetningu á hugmyndum sínum. Hún saumar bækur, yrkir ljóð, teiknar og skapar.
 
Útskriftarverk Katrínar ber yfirskriftina "Við þurfum að tala saman" eða "We need to talk", margháttað fjöllistaverk þar sem leik- sjón- og tónlist sameinast á sviði.
Sjálf fer Katrín með hlutverk plastprinsessu en með henni eru þau,
 
Steinunn Arinbjarnardóttir, söngur og leikur 
Andrés Þór Þorvarðarson, gítar
Hjalti Nordal Gunnarsson, saxófónn
Símon Karl Melsteð, klarinett
Þórður Hallgrímsson, trompet. 
 
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!