Við bjóðum ykkur velkomin á sýningu meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands í Ásmundarsal dagana 08.08. - 16.08.2020. Í ljósi hertra takmarkana vegna Covid-19 mega einungis 20 gestir vera á sýningunni í einu, því verður opnuninni og allri sýningunni streymt í beinni, sýningin opnar og streymið hefst klukkan 18:00 laugardaginn 8. ágúst n.k. Hægt verður að horfa á streymið á síðu meistaranámsins hér: madesign.lhi.is.

 
HOW LONG WILL IT LAST? er heiti útskriftarsýningar meistaranema í hönnun. Verk sýningarinnar eru frekar sýnileg en til sýnis þar sem mörk milli viðfanga og áhorfenda verða óljós. Sýningin er ferðalag á forsendum áttavilts áttavita, þar sem áhorfendur eru leiddir að hverfulum stöðum — stöðum sem gætu horfið jafnóðum. Hún er möguleg framtíðarsýn og jafnframt gátt — farartæki án líkama eða forms.
 
Útskriftarnemendur eru:
Argitxu Etchebarne, Christopher Dake-Outhet, Harpa Hrund Pálsdóttir, Lu Li, Malgorzata Kowasz, Sveinn Steinar Benediktsson
 
Kennarar útskriftarverkefnis:
Helga Lára Halldórsdóttir, Hallgerður G Hallgrímsdóttir, Kolbrún Þóra Löve, Marteinn Sindri Jónsson
 
Fagstjóri meistaranáms í hönnun:
Garðar Eyjólfsson
 
Sýningastjóri:
Kolbrún Þóra Löve