Einkasýning Axels Gústavssonar Útfrymi opnar 5. október kl. 17:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Hún hrellir hugsunina, hugleiðingin um samband okkar við raunveruleikann.
Raunveruleikinn stökkbreytist stöðugt,
knúin áfram af draugum fortíðar.
Á eftir þeim fylgja aðrar vofur sem laumast í núinu.
Þær fljóta í líkama, klifra upp í horugt nef og búa um sig í kollinum.
Endurvaktar minningar renna saman við sýn og ímyndunarafl.
Það lekur milli tveggja heima,
þess ómeðvitaða og meðvitaða.
Heilavefsblæðing.
Sjálfsprottinn straumur af óreiðu sem stækkar,
flæðir þvert yfir blaðið
og hendist áfram eins og krampakennt flog.
Línan er taugatrekkt,
þanin
og tætt.
Ertnin og kersknin.
Hún er brotabrot af sálinni.
Blik.
screenshot_2023-10-03_at_11.58.33.png
 
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.