EFNISSKRÁ

Carl Nielsen Klarínettukonsert
Felix Mendelssohn Fiðlukonsert í e-moll
Pjotr Tsjajkovskíj Tilbrigði við Rokokóstef
W. A. Mozart Quando avran fine omai og Padre germani
Vincenzo Bellini Eccomi in lieta vesta... Oh! quante volte...
Franz Lehár Meine Lippen sie küssen so heis

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Petri Sakari

EINLEIKARAR
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, Auður Edda Erlendsdóttir og Jóna G. Kolbrúnardóttir

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem er tónleikagestum að góðu kunnur. Petri kemur reglulega fram með Sinfóníuhljómsveitinni og hefur einnig stjórnað tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Einleikarakeppnin fór fram 12. nóvember. Alls tóku 12 ungir einleikarar þátt  og stunda þeir allir söng- eða hljóðfæranám á bakkalárstigi.

Fjórir urðu hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni og koma fram með Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikunum. Það voru þær Auður Edda Erlendsdóttir, klarínettuleikari, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran.

MIÐASALA